4.12.2008 | 18:17
Af Styrmi og eineltinu gegn Davíð.
Styrmir Gunnarsson kvartar á AMX.IS yfir einelti sem Samfylkingin skipuleggur gegn Davíð Oddssyni.
Hann verði fyrir harkalegum árásum sem seðlabankastjóri og þessi málflutningur fái mikinn hljómgrunn í samfélaginu.
Við þessar umkvartanir er tvennt að athuga.
Umræðan um hrun bankakerfisins hefur snúist um annars vegar það umhverfi frjálsræðis í voðskiptum, sem allir héldu að væri svo gjölfult fyrir þjóðfélagið sem ríkisstjórnir undir forystu Davíðs Oddssonar komu óneitanlega á. Vegna þessa hefur nafn Davíðs oft verið nefnt í umræðu manna, enda stærði hann sig af þessum verkum sínum á sínum pólitíska ferli og stærði sig af góðærinu sem hann bjó til. Hví skyldi hann kveinka sér undan því að vera nú nafngreindur í umræðunni. Það er mikill misskilningur að Samfylkingin stjórni þessari umræðu, en Samfylking, eins og allir aðrir stjórnmálaflokkar hafa verið að endurmeta stöðuna út frá þessum gríðarlegu áföllum sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir.
Hins vegar hefur umræðan snúist um þær viðvörunarbjöllur sem glumið hafa undanfarin hartnær tvö ár yfir okkur, einkum Seðlabankanum, sem Seðlabankinn virðist ekki hafa tekið mikið mark á, þó að hann hafi gert fjármál og horfur í fjármálum landsins að umtalsefni á einhverjum fundum til dæmis með ríkisstjórninni. Ýmsir hagfræðingar hafa bent á að Seðlabankinn undir stjórn Davíðs hafi alls ekki staðið sig í þessum efnum. Einnig hafa störf seðlabankastjórans verið umfjöllunarefni í greinum erlendra blaða og tímarita. Hafa hinir erlendu blaðamenn lýst furðu sinni á að stjórnmálamaður sé settur yfir Seðlabanka. Slíkt fyrirkomulag ku vera einsdæmi.
Það er slæmt mál að ekki megi gagnrýna Seðlabankastjóra á Íslandi bara af því að hann heitir Davíð Oddsson. Það er slæmt að ekki megi gagnrýna hvernig staðið var að nýskipan í efnahagslífi landsins og hvernig staðið var að einkavinavæðingu bankanna, bara af því að Davíð Oddsson var þá ráðandi í ríkisstjórn.
Það er undarlegt að ekki megi ræða það að einhverjir aðilar í lykilembættum stjórnkerfisins eigi að víkja úr störfum sínum, vegna efnahagsáfallanna, bara af því að Davíð Odssons er sá sem fyrstur ætti að standa upp úr sæti sínu.
Að kalla þetta einelti er ekki rétt.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 134369
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nema við köllum þetta bara öfugt einelti eða gagnrýnisfælni.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.12.2008 kl. 01:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.