Seyðisfjarðarmyndir

Sýning Godds á ljósmyndum frá Seyðisfirði var opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði á laugardaginn.

Myndir hans eru einkum af ýmsum listamönnum og frá menningaratburðum hér í bænum undanfarin sumur.

Myndirnar eru fullar af lífi og sumri og sannkallað augnakonfekt, auk þess að vera ágætur mannlífsspegill á sumarlífið á Seyðisfirði.

Það á vel við að færa okkur sem hér búum smá sól í kroppinn núna í kuldanum og þessi sýsning gerir það.

Ætlunin var að opna málverkasýningu Hjálmar Níelssonar sem málar éinkum landslag með olíulitum, en sú opnun dregst fram á næstu helgi.  Verður einnig gaman fyrir okkur bæjarbúa að sjá myndverk hans.

En aftur að Goddi. Hann er illa haldinn af þeim sjúkdómi sem nefndur hefur verið "Seyðisfjarðarveikin".  Hann kynntist bæjarlífinu og mannlífinu hér í bæ fyrir allmörgum árum og hefur oftsinnis tjáð alþjóð þá skoðun sína að hér sé afar gott að vera og staðurinn frábrugðuinn flestum örðum að ýmsu leyti.

Hér er fallegt og hér er einhver óútskýrður kraftur í mannlífinu, sem hann reyndi að skýra á laugardaginn.

Hann vildi meina að þetta ætti rætur til þess að Seyðfirðingar horfa ekki til Reykjavíkur, heldur til Evrópu.  Seyðisfjörður er ekki bær sem á Reykjavík að höfuðborg og viðmiðun, heldur Evrópu sem umhverfi.  Hér er ég að endursegja Godd, og orða þetta kannski dálítið öðruvísi en hann, en hvað um það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband