Jólahlaðborð og aðventa hefst.

Í dag hefst aðventa og hér á Seyðisfirði er fallegt veður eftir nokkra óvægna hríðardaga.

Bæjarbúar hafa sett upp mikið af jólaskreytingum til að lýsa upp skammdegið.  Þetta léttir  vissulega lundina.

hoho

Annað sem á að létta lundina eru jólahlaðborð.  Eyþór vert vill halda jólahlaðborð með drukk og dansi og slík hlaðborð var haldið í gærkvöldi hér í bæ.  Þetta vara vel sótt og prýðilaga heppnuð skemmtun. Heimamenn sáu um matartilstand og allt slíkt. Héraðsbúar heiðruðu okkur með nærveru sinni í stórum hópum. Ágúst Ármann og vinir hans léku undir dansi og borðum. Þorvaldur var veislustjóri. Forseti bæjarstjórnar var franskur konsúll. Og síðast en ekki síst kom Bjartmar Guðlaugsson og gerði hreinlega allt vitlaust með stórkostlegri söngdagskrá.

Svo vel vill til að hans ferill sem söngskálds hófst er hann bjó hér í bæ fyrir um 30 árum. Hann mun hafa samið "Súrmjólk í hádeginu" út í frystihúsi og "Háseta vantar á bát" hér meðan hann var enn framsóknarmaður.  

Textar hans eiga enn skýrskotun til okkar og fékk hann afar góðar undirtektir.

Það var sem sagt engin miskunn á þessu jólahlaðborði.

En þessi tegund jólahlaðborðs er ekki öllum að skapi.  Eflaust munu margir njóta þes að fara á jólahlaðborð á Hótel Öldu og Skaftfell, þar sem fólk getur setið í aðeins rólegri stemmingu en var í Herðubreið í gærkvöldi.  

En aðventan er hafin.  Við skulum vona að jólaandinn, umhyggja fyrir náunganum og þeim sem sárt eiga um að binda komi nú enn frekar í staðinn fyrir efnishyggjuna og kaupæðið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband