8.11.2008 | 22:08
Fyrsta afborgunin?
Fékk þess mynd senda tölvupósti með textanum: Fyrsta afborgunin af Ice save skuldunum?
Ég svaraði; Farið hefur fé betra, þetta er fé af Snæfellsnesinu, er það ekki?
Kiddi Jóh lagði þetta hins vegar til málanna:
Þetta er talsvert fjármagn,en það er óhreint og þreytulegt að sjá og etv á leið í fjárþvætti,búið að eta yfir sig á féþúfum landsins.
Ég er alveg hress með kallinn, það þýðir ekkert annað en taka lífinu létt og láta volið vera í öðru sæti.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er flott. Auðvitað verðum við að geta haft húmor fyrir ástandinu, þó svo við þurfum ekki að sætta okkur við það.
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:55
Ég var að fá þetta í tölvupósti og fannst þetta passa vel við fyrri húmor.
Skilgreining á mismunandi fjármálakerfum og þjóðum - svo þú skiljir loks....: > Sósíalismi
> Þú átt 2 kýr
> Þú gefur nágranna þínum aðra þeirra
>
> Kommúnismi
> Þú átt 2 kýr
> Ríkið tekur báðar og gefur þér mjólk
>
> Fasismi
> Þú átt tvær kýr
> Ríkið tekur báðar og selur þér mjólk
>
> Nasismi
> Þú átt 2 kýr
> Ríkið tekur þær báðar og skýtur þig svo
>
> Skrifræði
> Þú átt 2 kýr
> Ríkið tekur þær báðar, skýtur aðra þeirra, mjólkar hina og hellir svo
> niður mjólkinni
>
> Hefðbundinn kapitalismi
> Þú átt 2 kýr
> Þú selur aðra þeirra og kaupir naut. Þú stofnar kúabú og hagnast vel. Þú
> hagnast vel, selur kúabúið og sest í helgan stein.
>
> Súrrelaismi
> Þú átt tvo gíraffa
> Ríkið krefst þess að þú farir í harmonikkunám
>
> Bandaríska fyrirtækið
> Þú átt 2 kýr
> Þú selur aðra þeirra og þvingar hina til að gefa af sér mjólk á við fjórar
> kýr. Þú ræður svo sérfræðing til að komasat að því hvers vegna hún datt
> niður dauð
>
>
>
> ÁHÆTTUFJÁRFESTINGAR
> Þú átt 2 kýr
> Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði, með veði í
> gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á
> markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar til baka og skattaívilnanir vegna
> einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki
> í Karibahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur
> réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með
> eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til að þóknast
> ónefndum stjórnmálamanni og átt þá 9 kýr. Rétturinn að nautinu er seldur
> almenningi í hlutafjárútboði.
>
>
> Franskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Þú ferð í verkfall, skipuleggur mótmæli og tefur umferð... vegna þess að
> þú vilt eiga þrjár kýr
>
> Japanskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Þú endurhannar þær þannig að þær verða tíu sinnum minni, en framleiða
> tuttugu sinnum meiri mjólk. Þú markaðssetur svo nýja teiknimyndahetju
> "Kúman", sem nær vinsældum um allan heim.
>
> Þýskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Þú endurhannar þær þannig að þær lifa í hundrað ár, éta einu sinni í
> mánuði og mjólka sig sjálfar
>
> Ítalskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Þú veist ekki hvar þær eru niðurkomnar. Þú ákveður að fá þér að borða.
>
> Rússneskt fyrirtæki
> Þú átta 2 kýr
> Þú telur þær og kemst að því að þú átt 5 kýr
> Þú telur þær aftur og kemst að því að þú átt 42 kýr
> Þú telur þær enn og aftur og kemst að því að þú átt 2 kýr Þú hættir að
> telja og opnar aðra vodkaflösku
>
> Svissneskt fyrirtæki
> þú átt 5000 kýr. Engin þeirra tilheyrir þér í raun. Þú rukkar eigendurna
> fyrir geymsluna
>
> Kínverskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Þú ræður 300 manns til að mjólka þær. Þú segir atvinnuleysi í lágmarki og
> blómstrandi landbúnað. Þú handtekur fréttamanninn sem sagði frá stöðunni
> eins og hún er í raun og veru.
>
> Indverskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Þú tilbiður þær
>
> Breskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Báðar eru með gin- og klaufaveiki
>
> Ástralskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Bissnessinn gengur vel
> Þú lokar skrifstofunni og færð þér nokkra kalda til að halda upp á það
>
> Ný-Sjálenskt fyrirtæki
> Þú átt 2 kýr
> Sú til vinstri er asskoti löguleg
>
> Írakst fyrirtæki
> Allir virðast eiga fjölda kúa
> Þú segir öllum að þú eigir enga
> Enginn trúir þér svo þeir sprengja þig í tætlur og ráðast svo inn í landið ´
>
> Að lokum
> Þú átt engar kýr, en býrð að minnsta kosti í lýðveldi?!
>
> Sent af hlýhug - til upplýsinga og skýringa á heimsmálum. Til hamingju með
> að veröldin skuli ekki þurfa að hafa hrætt, óupplýst, greindarrýrt og
> árásargjarnt leikskólabarn mikið lengur í Hvíta húsinu!
Kristín Magdalena Ágústsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:09
þetta er talsvert fjármagn
Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.