7.11.2008 | 09:08
Bæjarmál á Seyðisfirði.
Á síðasta fundi bæjaráðs á Seyðisfirði voru fulltrúar foreldrafélagsins mættir til að ræða gjaldskrá leikskólans. Niðurstaða liðsins var þessi:
3. Foreldrafélag leikskólans. Frestað frá síðasta fundi.
Mættar eru frá foreldrafélaginu: Jóhanna Pálsdóttir, Eva Björk Jónudóttir, Svava Lárusdóttir og Dagný K. Sigurðardóttir. Gjaldskrá leikskólans rædd. Ákveðið var að bæjarráð og foreldrafélag vinni sameiginlega að endurskoðun gjaldskrár leikskólans.
Ég hef einkum tvennt að athuga við þetta mál:
1. Foreldrafélag leikskólans er greinilega mætt á fund bæjrarráðs til að ræða gjaldskrá leikskólans. Samkvæmt mínum upplýsingum er þessi leikskóli einn sá ódýrasti á landinu. Auk þess tekur hann við börnum frá 1 árs aldri, sem er alls ekki alls staðar. Í þriðja lagi er mikill faglegur metnaður í leikskólanum og gott starf og til dæmis er á elsta ári leikskólans sérstakur undirbúningur að grunnskólanámi, svokölluð brú milli skólastiga. Mjög brýnt er að þetta fólk hafi í huga að grunnskólinn á Íslandi er gjaldfrjáls og mín skoðun er sú að hann eigi að vera það áfram. Ég tel að það starf í leikskólnaum sem lýtur að undirbúningi undir grunnskólann eigi þess vegna að vera gjaldfrjáls líka.
Ég ætla að vona að hugsjónin um jafnrétti til náms sé ekki dauð í þessi velmenntaða unga fólki.
2. Af hverju er fræðslumálaráði haldið frá málinu? Á það ekki að vera umsagnaraðili um málefni grunnskólann?
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Algjörleg ósammála þér með að leikskóli eigi að vera gjaldfrír.
Það á frekar að stuðla að því að foreldrar geti verið lengur heima hjá börnum sínum. Börn hafa ekkert inná leikskóla að gera fyrir 2 ára aldur og helst vildi ég hækka það upp í 3 ár. Við erum að vinna í öfuga átt. Vinnum frekar að því að geta verið með börnum okkar heldur en að losna við þau inn á stofnanir. Það er ekki fjölskylduvænt.
Fyrirgefðu að ég ryðjist hér inná blogg þitt, en þetta er fyrir mér mikið áhugamál. Kveðja
(IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:25
Þetta er kostur en ekki skylda. Sá sem er sammála SGIG þarf ekki að senda barn sitt í leikskóla. Sammála þér Jón. Læturðu -Ljós í myrkri- ganga á Seyðó?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:36
Ég held að SGIG hafi misskilið mig. Ég sagði að grunnskóli á Íslandi ætti að vera gjaldfrjáls. Og ef í leikskóla fer fram starf sem er markviss undirbúningur undir grunnskólanám, þá er mjög æskilegt að sá hluti leikskólans sé gjaldfrjáls.
Annars eru viðhorf SGIG að mínu viti mjög gott innlegg í málið. Barn ætti að hafa tækifæri til að vera sme mest með foreldrum sínum fyrstu 2 ár ævi sinnar. Og þar rekumst við á það að fáir foreldrar hafa efni á öðru en vinna fullan vinnudag.
Jón Halldór Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 11:14
Betra seint en aldrei Auðvitað á grunnskóli að vera gjaldfrír, um það erum við sammála, en ef hins vegar slík kennsla færist niður í leikskólan og verður frí, mun koma þrýstingur á um skildu barna þar inn að mínu viti. Mér finnst að börn eigi að fá að vera börn á þessum aldri, og frjáls af því að mestu hvað þau taka sér fyrir hendur nógur er nú tímin fyrir okkur að " troða" upp á þau okkar fullorðins sjónarmiðum. Kennslu barna hefur ekki farið fram með 9 mánaða skóla, og er ekki skilvirkari eða betri en meðan það var einungis 8 mánuðir. Það hefur ekki haft neitt í för með sér annað en skólaleiða.
það að foreldrar hafi ekki efni á öðru en að setja börnin á leikskóla er í fæstum tilfellum rétt ef málin eru reiknuð í heild og allt tekið með í reikningsdæmið, þó auðvitað séu til aðstæður þar sem slíkt er nauðsyn. Ég t.d lenti í því að ég var að greiða 4710 kr fyrir það að fá að vinna, þegar ég var búin að taka tillit til aksturs, skattkorts til maka, barnabótaauka, leikskólagjalds, og fleira sem ég man ekki í augnablikinu hvað var, fyrir svo utan ódýrara heimilishalds, þar sem innkaup voru hagkvæmari þegar annað var heimavinnandi, ég sagði því upp. Ég var þá gjaldkeri hjá Pósti og síma, ekki verstu launin, en ekki þau bestu heldur Kveðja SGIG
(IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.