19.10.2008 | 00:57
Fjallkonan á Vestdalsheiði?
Fyrir nokkrum árum fundu tveir menn, fyrir tilviljun, á svæðinu austan Vestdalsvatns, nokkuð af perlum og skarti. Við nánari rannsókn á fundi þessum kom í ljós; perlur, leifar af fatnaði, leifar af beinum og tönnum.
Hefur þessi fundur síðan verið viðfangsefni rannsókna fræðimanna og hefur komið í ljós við rannsóknir á beinum manneskjunnart að þessi manneskja sem þarna fannst var ung kona, sem uppi var á ofanverðri 10. öld. Hún var fædd í Norðanverðri Evrópu, þeas í Skandinavíu eða Eystrasalt svæðinu.
Hið mikla skart sem hún bar segir okkur að þetta var tiginborin kona.
Hefur þessi fornleifafundur orðið mönnum hér á Seyðisfirði og nágrenni hugleikinn. Hvaða kona var þetta? Hvert var hún að fara? Hvaðan var hún að koma og hverra erinda? Hvers vegna lét hún líf sitt á þessum stað? Menn hafa síðan haft fregnir af niðurstöðum ofangreindra rannsókna og farið að blaða í Landnámu um öðrum heimildum sem tiltækar eru um líf manna á Austurlandi og víðar á landnámsöld. Einnig hafa menn aflað heimilda á netinu og skoðað örnefni í því svæði sem blessuð konan fannst.
Á þessum forsendum er að verða til saga þessarar ungu konu, sem byrjað er að skrá hér og hvar í bænum.
Líkt og Íslendingasögurnar mun þessi saga verða skrifuð í allmörgum handritum, en í stað kálfaskinns er Word ritvinnsluforritið og í stað förumanna sem bera milli manna handritin ganga útgáfurnar milli manna í tölvupósti.
En til að svala forvitni lesenda skal upplýst að eftirfarandi liggur fyrir um þessa ungu konu sem lét þarna lífið í 700 metra hæð yfir sjávarmáli:
Uni danski hét maður hann nam land á Unaósi á Héraði. Uni var danskur og illa þokkaður af ýmsum nágrönnumn sínum. Hann vildi leggja Ísland undir Noregskonung. Af hverju skyldi hann hafa viljað það? Hann hafði loforð um að hann yrði Íslands jarl. Hékk fleira á spýtunni? Já, Haraldur hafði nefnilega gefið honum dóttur sína og bjuggu þau með sínu fólki á Unaósi. En Uni fékk ekki hljómgrunn fyrir sína pólítík hjá grönnum sínum, einkum voru Borgfirðingar og Loðfirðingar honum andsnúnir.
Uni fór því suður á land og leitaði stuðnings við sitt mál hjá Leiðólfi. Hjá Leiðólfi bónda átti hann vetursetu og æxluðust mál þannig að dóttir bónda átti vingott við hann og gerði hann henni barn, sem alls ekki var ætlun Una.
Hér kemur bein vitnun í Landnámu:
Uni son Garðars, er fyrst fann Ísland, fór til Íslands með ráði Haralds konungs hárfagra og ætlaði að leggja undir sig landið, en síðan hafði konungur heitið honum að gera hann jarl sinn.
Uni tók land, þar sem nú heitir Unaós, og húsaði þar; hann nam sér land til eignar fyrir sunnan Lagarfljót, allt hérað til Unalækjar.
En er landsmenn vissu ætlan hans, tóku þeir að ýfast við hann og vildu eigi selja honum kvikfé eða vistir, og mátti hann eigi þar haldast. Uni fór í Álftafjörð hinn syðra; hann náði þar eigi að staðfestast.
Þá fór hann austan með tólfta mann og kom að vetri til Leiðólfs kappa í Skógahverfi; hann tók við þeim. Uni þýddist Þórunni dóttur Leiðólfs, og var hún með barni um vorið. Þá vildi Uni hlaupast á braut með sína menn, en Leiðólfur reið eftir honum, og fundust þeir hjá Flangastöðum og börðust þar, því að Uni vildi eigi aftur fara með Leiðólfi; þar féllu nokkurir menn af Una, en hann fór aftur nauðigur, því að Leiðólfur vildi, að hann fengi konunnar og staðfestist og tæki arf eftir hann.
Nokkuru síðar hljóp Uni á braut, þá er Leiðólfur var eigi heima, en Leiðólfur reið eftir honum, þá er hann vissi, og fundust þeir hjá Kálfagröfum; var hann þá svo reiður, að hann drap Una og förunauta hans alla.
En hverfum nú aftur til Álfhildar ungu konunnar sem beið hans á Unaósi. Hún var auðvitað orðin uggandi um hve lengi Una dvaldist á Suðurlandi og lét flokk manna fylgja sér til Seyðisfjarðar, þar sem hún hugðist komast sjáleiðina suður um land til að tahthuga með hann Una sinn. Einnig var hún hálfsmeik við hina óvinveittu nágranna, einkum í Loðmundarfirði. Þess vegna fóru þau fjallveginn um Vestdal til Seyðisfjarðar. Þegar það voru komin við Vatnið verða þau þess vör að flokkur víogbúinna manna kemur austan að og eru ófriðlegir. Húskarlar Una segja ungu konunni að hraða sér niður Vestdal svo hratt sem hún megi. Hún gerir það og flýtir sér sem mest hún má, en er varla lögð af stað þegar hún hrasar og meiðir sig illa á fæti. Hún kemst ekki áfram og sér þann kost bestan að leita skjóls og skíða upp í hellisskúta til að jafna sig á meiðslunum. Þar fann hún að meiðslin voru svo slæm að ekki kæmist hún hjálparlaust áfram.
Hjálpin kom aldrei, en örnefni á þessum slóðum bera þessum bardaga vitni.
Einnig eru sagnir um það að rjúpnaskyttur frá Seyðusfirði hafi farið um svæðið fyrir ofan Vestdal, en sumir þeirra fundu illa tilfinningu á slóðum fjallkonunnar og fóru aldrei þar sem fjallkonan fannst.
Þetta er svona grind að þessari sögu í því formi sem ég upplifi hana.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að þessu
Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.