Engar lausnir?

Undanfarin vika hefur verið skrýtin vika.

Veröldinni er snúið á hvolf.  Kapítalisminn er dauður og líka útrásin.  Gamlir vinir eru nú óvinir og við getum helst vænst aðstoðar hjá Rússum.  Eða hvað?

Ríkið verður að taka yfir bankana til að tryggja skilvirkni fjármálakerfisins og tryggja atvinnuvegunum aðgang að fjármagni.  Þetta skiljum við og styðjum öll.

En í ljósi síðustu atburða vakna ýmsar spurningar:

Vandamálin með flökt gjaldeyris virðast mikil og trúverðugleiki krónunnar er ekki mikill erlendis.  Við þetta bætast mikilir erfiðleikar ríkisstjórnarinnar og Seðlabanka við að tryggja okkur gjaldeyri.  Við höfum móðgað "elskurnar" okkar í Bretlandi þannig að þeir hafa fryst innistæður okkar þar. Engar úrlausnir liggja fyrir hendi.  Hvað veldur?

happy-pig Verkefni dagsins er að leysa málin og benda á lausnir.  Að því verki vinna væntanlega ríkisstjórn, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, ekki síst.  Að benda á sökudólga og rífast um af hverju svona er komið, það er nokkuð sem getur beðið.   En samt vakna áleitnar spurnmingar um  verk  eða öllu heldur undarlegt verkleysi Seðlabankans undanfarna mánuði. 

Seðlabankastjóri mætti í Kastljós í vikunni og fékk þar gott tækifæri til að skýra af hverju hann hefur ekki gert þetta og ekki hitt.  Helsta niðurstaðan af því langa viðtali var að hann kallaði eigendur íslensku bankanna illum nöfnum og lýsti því yfir að við myndum ekki borga skuldir þeirra erlendis.

Ég tel að svona orðaval sé ekki til að styrkja traust á íslensku bönkunum og íslensku krónunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Maðurinn sýndi dómgreindarleysi sem hefur haft alvarlegar afleyðingar

Hólmdís Hjartardóttir, 10.10.2008 kl. 21:07

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það er alltaf verið að lýsa Kapitalismann látinn.  Hvenær var það seinast?  Það er ekkert svo langt síðan.

Nú á Lundinn erfitt.  Þýðir það að náttúran sé búin að vera?

Nu er vetur, þýðir það að hlýja sé búin að vera? 

Ásgrímur Hartmannsson, 10.10.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

Ætli kapítalisminn þurfi ekki stærra högg en þetta til að drepast og sem betur fer kemur vor að liðnum vetri og aftur sumar en þetta er nú samt sem áður góður tími til að huga að framtíðinni og hlúa vel að öðrum gildum í lífinu en þeim veraldlegu, sýnum hvort öðru umhyggju og alúð finnum gleðigjafana í lífi okkar en látum það ekki snúast um reiði og hefnd. Eigið góða helgi 

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 11.10.2008 kl. 15:32

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það hefði ekki bara verið púra kapitalismi að leyfa Glitni að sigla sinn sjó - það hefði líka verið ódýrara fyrir alla.  Engin ræða sem dregur allt niður, Dabba hefði ekki verið kennt um... ja, ekki mjög mikið... heimurinn hefði haft trú á okkur.

En nei, það á að fara í kringum kapitalismann enn eina ferðina. 

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband