4.10.2008 | 11:23
Á greiðslan að vera í Neðra eða Efra?
Ég heyrði einn góðan í gær. Hann Höskuldur á dekkjaverkstæðinu vill láta breyta heitinu á krónunni. Hún á að heita Neðra. Þá getum við borgað í tveimur gjaldmiðlum: Í Neðra og Í Efra.
En án gamans. Það sem hefur gerst undanfarna daga er að mestu leyti afleiðing af því hvernig við höfum lifað. Viðvarandi neikvæður vöruskiptajöfnuður og skuldasöfnun hlaut að taka enda. Þess vegna féll gengið. Gengið hefur samt fallið mun meira en þessu nemur. Það umfram fall er vegna þess að í fjármálakreppunni sem er á heimsvísu eru menn hræddir við að eiga krónu. Um leið og þeir sjá að hún mun fara upp, þá vilja menn krónu umfram allt annað.
Það sem Seðlabankinn og Ríkisstjórnin þurfa að gera strax er að ákveða hvernig þeir ætla að koma á jafnvægi og búa til áætlun um að koma krónunni á þann stað að evran kosti svona 120.
Það þarf þjóðarsátt um að ná þessum markmiðum og ná niður verðbólgunni sem fyrst. Það þarf þjóðarátak til að við kaupum alltaf íslenskt þegar kostur er.
Það þarf yfirlýsingu um að við ætlum í Evrópusambandið, ef það er hagstætt fyrir okkur, eða yfirlýsingu um einhverja aðra framtíðarsýn og lýsingu á því hvernig við ætlum að ná markmiðum okkar, til lengri tíma. Við þurfum að setja peningana okkar í menntun og fjárfestingu sem skilar betra þjóðfélagi en ekki gamblaravitleysu í úrlöndum eins og þeir sem keyptu ríkisbankana leiddust út í. Þess vegna þarf betri löggjöf um bankastofnanir.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Krónan seig hægt og rólega niður. Svo ákváðu vissir aðilar að eyða öllum peningum Ríkisins í að ríkisvæða banka sem var ekkert á leiðinni á hausinn. Þá fyrst hrundi krónan.
Og nei, ég kæri mig ekki um að taka upp evru.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.10.2008 kl. 15:43
Þetta fall krónunnar veldur mikilli kjaraskerðingu og gætu einnig valdið verðbólguholskeflu og jafnvel gjaldþrotahrinu, bæði einstaklinga og fyrirtækja.
Kannski er nóg að setja betri ramma utan um starfsemi banka.
Þegar þú talar um að vissir aðilar hafi ætlað að ríkisvæða Glitni, þá tel ég fullvíst að sjálf fréttin um slæma stöðu Glitnis hafi veikt tiltrú fjárfesta á íslensku efnahagslífi, þess vegna hafi krónan fallið í áliti.
Jón Halldór Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.