Seyðisfjörður þarf betri samgöngur.

 

Í kjölfarið á samþykkt bæjarstjórnar Seyðisfjarðar um jarðgöng hafa orðið miklar umræður hér Austanlands.

Meðal annars hefur forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar sett fram þá ásökun á bloggsíðu sinni að með samþykktinni hafi Seyðfirðingar rofið samstöðuna um Samgöng!  Telur hann að þessi samþykkt bæjarstjórnar sé í andstöðu við almenna bæjarbúa á Seyðisfirði.

Ég er viss um að mikill meiri hluti bæjarbúa á Seyðisfirði sé mjög ánægður með ályktun bæjarstjórnar Seyðisfjarðar.

Hún er gerð eftir að bæjarstjórn Seyðisfjarðar hafði lagt mikinn þunga, fjármuni og tíma í það að berjast fyrir hugmyndinni um Samgöng.  Hugmyndin um Samgöng er stórkostlegt tækifæri til að mynda eitt öflugt samfélag á Austurlandi.  Kannski vantar ekki mikið á að hægt sé að hrinda því í framkvæmd.  Ef þau göng eru jafn hagkvæm og mér sýnist þau vera er undarlegt að Vegagerðin og Samgönguráðuneytið séu ekki jafn áhugasöm um þau og félagsmenn í samtökunum Samgöng.

Hugmyndin um Samgöng hefði verið frábær fyrir Norðfjörð og ég veit að margir voru oft svekktir yfir því að forsvarsmenn Fjarðabyggðar (að forseta bæjarstjórnar undanskildum) sýndu málinu ekki eindreginn stuðning. 

Hins vegar er það svo að Seyðisfjörður þolir ekki lengri bið í samgönguúrbótum.  Heilsárssiglungar Norrönu og frekari uppbygging atvinnustarfsemi hér eru erfið við núverandi samgöngur.

Margskonar atvinnustarfsemi krefst betri samganga.  Að eiga aðgang að stærra atvinnu og þjónustusvæði, gerir svæðið fýsilegri kost til búsetu. Vegurinn um Fjarðarheiði er eina tenging okkar við íslenska vegakerfið.  Þessi stundum fallega leið getur verið stórhættuleg.  Já, og svo eru bættar samgöngur líka til að örva verslun, bæði á Héraði og Seyðisfirði.

Að tala um Bónus í því sambandi við þessa ályktun er hrein móðgun við Seyðfirðinga og lýsir vanþekkingu á aðstöðu Seyfirðinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband