26.9.2008 | 11:53
Umboðsmaður Austurlands!
Nei, nei, nei, ég er ekki umboðsmaður Íslands. Ég er ekki með samning við stjörnurnar þannig að þær megi ekki vera hjá einhverjum öðrum líka. Ég er meira svona tengiliður. Já, ókei. Þú mátt kalla mig tengilið Lionsklúbbs Seyðisfjarðar," segir Gunnar Sverrisson verksmiðjustjóri og tengiliður Seyðisfjarðar.
Gunnar, hefur nú verið í forsvari fyrir skemmtinefnd Lionsklúbbs Seyðisfjarðar í mörg ár, hefur haft milligöngu um að mynstra stjörnur á skemmtanir reddar skemmtiatriðum, jólasveinum, skemmtikröftum, árshátíðarmyndböndum og stemmningu. Og það eru engar smástjörnur á mála hjá honum. Svo bara sé litið til þeirra sem gefa kost á sér í veislustjórn þá eru þar menn allt frá Sigga Jóns upp í Valda Jó.
Rafvirkjar, framkvæmdastjórar, bílstjórar, eldri borgarar og opinberir starfsmenn eru þarna áberandi: Rúnar R, Ómar Bo, Jón Halldór, Bragi Blú, Gæi paint, Lalli Bja, Gaui Ósk listinn er tilkomumikill óneitanlega.
Allt sem hugurinn girnist hvað skemmtilegt fólk varðar. Og veislustjórateymi. Addi Guðmunds og Óla Lomm, og þeir búkarestfélagar Grétar á Stöðinni og Hjálmar Níels. Og svo Gunni sjálfur og Snorri Jóns, sem vinnur reyndar með honum. Af hverju vill hann ekki vera með konu sinni frekar en þér, spyr blaðamaður Gunnar forviða? Hann vill þetta. Þeim semur svo illa. Nei, nei, ég veit það ekki. Hann gerir það líka. Þetta er bara frekja í mér," segir Gunnar spaugandi.
Auðvitað kostar að fá stjörnurnar í veisluna en þær er hægt að fá frá um hundrað þúsund krónum og upp úr. Fer eftir því hvað menn vilja fá. En innifalið í því er yfirleitt eitt skemmtiatriði og svo kynning á dagskrá og er viðvera þá um þrír tímar. Oft þarf að funda með viðkomandi og leggja línurnar. Gunnar útvegar líka hópa til að sjá um réttu stemninguna ef um þemaveislur er að ræða.
Það getur verið kúnst að raða þessu öllu upp svo vel sé. Ætli Lárus sé ekki dýrastur. Enda tekur hann ávallt mig með sér. Svo eru þeir félagar Siggi Valda og Jón Halldór í þeim klassa einnig en þeir eru nánast hættir og taka bara að sér stórar veislur," segir Gunnar aðspurður en hann harðneitar að svara því hver sé ódýrasti veislustjórinn sem hann bjargar í veisluna.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hvaða Lions kjaftæði er þetta á brúðkaupsafmælisdegi ykkar hjóna... hvílir ékki rómantík yfir vötnum.. fjöllum og fossum..... Til lukku með daginn... knús knús Inga Jóna
Inga Jóna (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:22
Takk fyrir það. Gott að þú minntir mig á þetta.
Jón Halldór Guðmundsson, 26.9.2008 kl. 14:13
Kommon verð nú að vera sammála Ingu Jónu frænku minni.. komdu með e-ð krassandi...
Farvel
Hrefna Sif (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 19:58
Bíddu, hvenær varð þessi bloggsíða sett undir ritstjórn miðaldra kvenna?
Jón Halldór Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.