Þarfaþing

lada sportFaðir minn heitir Guðmundur Jónsson og er frá Hlíð á Vatnsnesi. Hann vann lengst af sem smiður að aðalstarfi.  Einnig var hann áratugum saman sjúkrabílstjóri og sá einnig um að laga höfuðið á karlmönnum í sýslunni.  Hann var sem sagt klippari.  Hann er nú á níræðisaldri, hættur að vinna en hefur það bara mjög gott.

Hann átti í mörg ár Mosvits og síðar Lödur.

Ég leyfi mér að birta hér nokkrar bílavísur eftir hann.

Moski er orðinn mesta skar.

mikið hvað hann gengur,

það er af sem áður var,

ekki fljótur lengur.

 

Lada Sport er þarfaþing

þegar kemur vetur,

Undir stýri einn ég syng

öðrum nönnum betur.

 

Lítið miðar Lada sport

löngum talinn bestur,

er að fara annað hvort,

austur eða vestur.

 

Lada er aftur létt og fín,

lipur á sumarvegi

þó ég aki eins og svín

oft á nótt sem degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband