Er tímabært að Seyðisfjörður leiti sameiningar við annað sveitarfélag?

Ljóst er að stefna stjórnvalda og íslenskra stjórnmálaflokka hefur lengi verið að efla sveitarfélög og stækka þau.

Þeim hafa verið færð viðameiri verkefni á undanförnum árum og hafa í einhverjum tilvikum unnið þau með samstarfi sín á milli,  þar sem þau hafa ekki haft burði til að leysa þau ein og sér. Í sumum tilvikum hafa verið stofnuð um verkefni svokölluð byggðasamlög og er sú lausn all algeng hér eystra. Þau hafa hins vegar þann ókost að þeir sem eru ábyrgir fyrir rekstri þeirra hafa einungis óbeinan aðgang að stjórnun þeirra.

Ljóst er að Seyðisfjarðakaupstaður er að sumu leyti óhagkvæm rekstrareining, en hefur samt gengið afar vel að bjóða íbúum sínum fjölþætta þjónustu á hagkvæman hátt.

Þá hefur kaupstaðurinn í samstarfi við íbúa og félagasamtök unnið gott starf í ferða- og menningarmálum og uppbyggingu íþróttaaðstöðu þrátt fyrir smæð sína.

seydis

Samgöngumál Seyðisfjarðar eru erfið og afar ótrygg.  Hafa margir bæjarbúar ekki viljað styðja sameiningar við önnur sveitarfélög vegna þess að bæjarbúar hafa ekki góðan aðgang að þjónustu annars staðar, þegar illa viðrar og benda á að Fjarðarheiði hefur orðið ófær í öllum mánuðum ársins.

Það er því ljóst að von er á fjörugri umræðu um sameiningarmál á næstunni, en sem kunnugt er, hefur ráðherra sveitarstjórnarmála áform um að leggja til við alþingi að lögfest verði 1.000 sem lágmarksíbúatala sveitarfélaga.  Svo vel vill til að ráðherrann er einnig ráðherra samgöngumála og þingmaður kjördæmisins.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Ég held að þessi sameiningarumræða verði afar spennandi og getur örugglega rekið á eftir samgöngubótum á milli svæða.

Mig langar svo að sameinast Seyðisfirði, held að Fljótsdalshérað gæti grætt helling á því og þá gætum við barist af mikilli hörku fyrir gatinu í gegnum fjallið sem skilur okkur að .

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 26.8.2008 kl. 09:35

2 identicon

Ég hef lýst þeirri skoðun minni og fer ekki ofan af henni að við eigum ekki að ljá máls á sameiningu fyrr en búið er að legga veg undir föllin í báðar áttir. Ef ráðherra vill endilega setja lög um lágmarksíbúafjölda skal hann einnig gefa tilskipun um hverjir skulu sameinast hverjum án þess að kosið sé um það, á sama hátt og gerðist þegar Seyðisfjarðarhrepp var gert að sameinast Seyðisfjarðarkaupstað. Þá legg ég til að hann gefi út tilskipun um að Seyðisfarðarkaupstaður sameinist Reykjavík, m.t.t. samgangna er það ekki fráleitara en hver önnur sameining fyrir okkur Seyðfirðinga. Að ætla að sameina fyrst og berjast svo fyrir bættum samgöngum hefur ekki skilað miklu hingað til. Í framhaldinu tel ég (þegar samgöngur verða komnar í lag) að allt Austurland eigi að vera eitt sveitarfélag, fyrr en það getur orðið tel ég ekki þörf á að skoða málið.

Snorri Emilsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 01:22

3 identicon

Mér finnst í sjálfu sér sjálfsagt mál að sameinast t.d. Fljóstdalshéraði. En ég segi eins og Snorri fyrst vil ég fá a.m.k. grænt ljós á bættar samgöngur með jarðgöngum. Ekki bara yfir Fjarðarheiði heldur um Mið _austurland.  SAMGÖNG fyrst síðan viðræur um sameiningu.

Guðrún Katrín (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 20:29

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Mér finnst sú afstaða að hafna sameiningarhugmyndum alfarið, nema að  samgöngur séu stórbættar, eiga fullan rétt á sér hvað Seyðisfjörð varðar.

Hins vegar get ég ekki annað en leyft mér að taka þátt í umræðunni um eflingu sveitarfélaga og kosti þess að stækka og efla sveitarfélögin.

Ég tel að sumu leyti ólýðræðislegt að hafa sveitarfélög of stór. þá er valdið fjær íbúunum. Ég set því spurningarmerki við yrðinguna; því stærri því betri.

En hlutverk sveitarfélaga er orðið það veigamikið að réttmætt er að stefna að stærri sveitarfélögum, þvi mörg sveitarfélög á landinu þurfa að fá aðstoð og samstarf  nágranna sinna við nánast öll verkefni sín.  Það er óeðlilegt.

Ef það er svo að við teljum fleiri ókosti við sameiningu en kosti við núverandi samgöngur, þá er afar gott að þau sjónarmið komi skýrt fram.  Þá reynir á, eins og Snorri segir, hvort til standi að efla öll sveitarfélög austanlands eða ekki.

Jón Halldór Guðmundsson, 28.8.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband