Smásaga um Holtið og breytta tíma.

Þegar ég var að alast upp, upp úr miðri síðustu öld, var þjóðfélagið töluvert öðruvísi en í dag.

Ég ólst upp á Hvammstanga og mig langar til að segja frá því hér, að margir verkamenn þar áttu kindur og höfðu túnbleðla til að heyja ofan í þær.  

Afi minn, hann Bjarni Gíslason var einn af þessum verkamönnum og þeir voru margir aðrir sem tilheyrðu þessum hópi.

Mig langar til að kynna til sögunnar einn þessara manna, en það er hann Guðmundur Sigurðsson sem átti gulan hund og konu sem hét Pálína.  Þessi Guðmundur var einstaklega góður maður og var kallaður Guðmundur góði, vegna þess að hann ávarpaði aðra gjarnan með því orði.

Guðmundur átti heima í litlu húsi sem heitir Holt og stendur við Klapparstíg á Hvammstanga.

Þegar ég var í heimsókn á Hvammstanga í vikunni var nýr eigandi þess, Tryggvi Sigurðsson að lagfæra húsið sem er 100 ára á þessu ári með aðstoð Bangsa (Björns Sigurðssonar).  Ég stoppaði aðeins hjá þeim félögum og meðal þess sem Bangsi sagði mér, var að  í húsinu væri skrá um íbúa þess frá árinu 1908 og að margir hefðu búið í því um tíðina.  Meðal þeirra væri afi minn og amma, Bjarni og Jórunn.

Þegar ég kom heim nefndi ég þetta við mömmu mína og sagði hún mér þá að amma hefði sagt henni að það hefði verið svo kalt í herberginu sem þau leigðu í húsinu að sæng systur ömmu hefði frosið við vegginn.  Þessi systir mömmu veiktist af kíghósta í þessu húsi og fékk síðan bronkítis ofan í það og dó.

Þegar ég hugsa um þessar aðstæður verður mér hugsað til þess að þjóðfélagið sem amma og afi bjuggu við fyrstu hjúskaparár sín var ansi mikið öðru vísi en það er í dag. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband