Yfir kaffinu.....

.. í dag kom til umræðu að gaman er að sjá krakka á Seyðisfirði búa til bát úr bárujárni.  Krakkar hér áður fyrr voru alltaf að búa sér til eitthvað, eins og kassabíl,  fleka eða bát til að sigla.  Með því að láta þau hafa allt mögulegt í hendurnar erum við kannski að taka frá þeim að þau fá hvata til að búa til hluti sjálf.

... að oflof er kannski illu umtali verra?  Kveikjan að þessu var auglýsing í fréttablaðinu 10. júlí um bókina Daggardropar. Auglýsingin gengur út á að fjöldi nafngreindra einstaklinga hælir höfundinum í hvert reipi. Athygli vekur að allt þetta fólk notar meira og minna sömu orðin.  Höfundurinn er alveg stórkostleg kona í alla staði.  Það sem er skrýtið er að ekkert er sagt um bókina, sem þó er verið að auglýsa.

.... 1200 manna skemmtiferðakip er í höfninni á Seyðisfirði í dag.  Mikið af útlendum pensjónistum á flandri um bæinn.  Trúlega að leita sér að lopapeysu eða útskorinni tréskál eftir Reyni Júll.

.. þannig er það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband