Rigningarblús.

Ég sit hér á seglinum og söngla minn rigningarblús.

Ég byrjaði í sumarfríi á mánudaginn og ætlaði að nota það til að sóla mig og mála húsið.  Það hefur ekki gengið vel,  því að það hefur rignt í tíma og ótíma.  Þó erum við búin að kaupa málningu og fleira sem til arf til að geta málað.  Þannig að nú bíður maður bara eftir betrea veðri.  Ég var svo heppinn að hafa gest sem er trésmiður,  þannig að hann er byrjaður að lagfæra eitt og annað utanhúss sem laga þurfti.

Þó er ekki allt efni komið enn.

Svo hef ég skotist í önnur verkefni með. Til dæmis til tannæknis og svo hafa verið einhverjir fundir hjá íþróttafélaginu Huginn.

Eftir mikla rigningu í gær er völlurinn mígandi blautur og ekki hægt annað en fresta fyrirhuguðum leik sem vera átti á morgun.  Herramennirnir frá Dalvík Reyni eru væntanlegir og erum við í viðræðum um að fresta leiknum.

Svo urðu ansi mikil tímamót hjá Íþróttafélaginu Huginn á mánudaginn.  Þá hætti Jóhann Hansson í stjórn eftir 38 ára starf og ný aðalstjórn var kjörin.   Annars er starfsemi íþróttafélagsins aðallega á höndum deilda félagsins,  þannig að þetta er nú ekki svo mikil breyting á starfi félagsins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á að halda bleika litnum?

Jón Kolbeinn (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 21:49

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, þú meinar?  Nei, ekki óbreyttum allavega. En þessi bleiki og blái litur hefur leitt til þess að margir hafa kallað húsið "Barbie-húsið".  Nokkuð skemmtilegt!

Jón Halldór Guðmundsson, 6.7.2008 kl. 03:54

3 identicon

Hahahahahaha.Barbíhúsið,þá er auð ratað til þín.Njóttu sumarfrísins

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband