24.6.2008 | 16:02
Byggðastefna stjórnvalda, vs. byggðastefna heimamanna.
Víða um land eiga byggðarlög undir högg að sækja. Búið er að greina vandann víða um land með margs konar skýrslugerð fræðinga að sunnan, sem ýmsar opinberar stofnanir hafa styrkt.
Skýringarnar liggja fyrir: Ástæðan er breytt atvinnumynstur, aukin tæknivæðing, hagræðing í sjávarútvegi og úrvinnslu landbúnaðarvara, skortur á námsframboði og þjónustu.
Úrræðin eru að heimamenn eigi að sækja fram á eigin forsendum, nýta ný tækifæri, sem byggja á aðstæðum á herjum stað. Þetta hafa byggaðarlögin legt sig fram um að gera.
Stjórnvöld hafa mikinn vilja til að verja byggðirnar áföllum og viðhaft góð orð um öfluga byggðastefnu. Opinberar tölur sýna að nánast öll fjölgun opinberra starfa undanfarin 20 ár hefur orðið á Reykjavíkursvæðinu. Á liðnum árum hefur töluverð viðleitni verið til að færa opinber störf út á landsbyggðina og einkum og sér í lagi hefur Magnús Stefánsson fyrrum félagsmálaráðherra verið "Traustur vinur" landsbyggðarinnar í þessu sambandi og "gert kraftaverk" í flutningi opinberra starfa til staða í sínu kjördæmi.
Undanfarna mánuði hefur svokölluð Norð Austurnefnd unnið að flutningi starfa og eflingu verkefna á ýmsum stöðum austanlands sem ekki hafa notið uppbyggingar stóriðju og stórvirkjana undanfarinna ára. Hafa sumar hugmyndir þeirra stöðvast á borðum embættismanna og virðist vilji þeirra stundum sterkari en hið pólitíska vald. Virðist skýrsla þeirra nefndar lítt gagnast þeim stöðum sem efndu til starfsins, en fjármunirnir lenda einhversstaðar annars staðar, ef ég hef heyrt rétt.
Annað áfall, sem ég verð að nefna fyrir landsbyggðarstefnu vora er staðarval fyrir stjórnstöð Vatnajökulsþjóðgarðs. Vatnajökulsþjóðgarður er í túnfætinum á tveimur þéttbýliskjörnum, Egilsstöðum og Hornafirði. Á báðum þessum stöðum er verið að byggja upp fræðastofnanir og skólasetur á æðra námsstigi. Á báðum stöðunum eru stjórnsýslu miðstöðvar svæðis og mikil þekking og forysta á vettvangi ferðamála. Báðir staðirnir hefðu verið fullsæmdir sem aðsetur forstöðumanns þjóðgarðsins.
Lifið heil.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.