17.6.2008 | 21:06
Þjóðhátíðardagur á Seyðisfirði.
Ég tók þátt í hluta af hátíðarhöldunum hér í bæ að þessu sinni.
Dagskráin hófst í morgun með því að lagður var blómsveigur að leiði Björns Jónssonar íþróttafrömuðar. Klukkan 14.00 var skotið af fallbyssu við ráðhús bæjarins. Það verk annaðist Jóhann Sveinbjörnsson fyrrverandi bæjargjaldkeri að vanda.
Síðan gengu hátíðargestir í skrúðgöngu að kirkjunni, þar sem hátíðardagskrá var haldin. Þar var ávarp fjallkonu. Var það ávarp óvenjulegt. Það fjallaði um fjallkonuna sem fannst fyrir ofan Seyðisfjörð. Hún var prúðbúin ung kona sem kannski var á leið frá Loðmundarfirði til Seyðisfjarðar. Hún var kannski frá Suðureyjum og í stuttu máli var í ávarpinu sett fram hugmynd um hers konar mannseskja lét líf sitt þarna fyrir þúsund árum. Þetta ávarp var vel við hæfi stað og stund.
Síðan söng Björt Sigfinnsdóttir þjóðsaunginn án undirleiks. Hef ég ekki heyrt hann betur sunginn áður.
Því næst var hátíðarræða Ingólfs Steinssonar flutt. Fjallaði hann um ættjarðarást. Um það hvernig íslendingar sem búa erlendis sakna Íslands. Um það hvaða tilfinningar hann ber til Seyðisfjarðar og þær fallegu minningar sem hann á tengdar staðnum. Að þessu loknu söng hann lag sitt um konungsríki fjallanna með aðstoð Einars Braga.
Leikskólabörn sungu loks 3 vel valin lög fyrir samkomu gesti.
Alveg frábær samkoma í kirkjunni.
Eftir þetta gat fólk farið á hestbak, róið kajak, fengið sér kaffi og köku eða lært þjóðdansa.
Síðan var dj Ívar með dansmúsik fyrir yngri kynslóðina.
Góður þjóðhátíðardagur á Seyðisfirði.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 134382
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.