Hvað er klukkan?

Þessari spurningu spyr ég oft nú, af því að klukkan mín er vitlaus þessa dagana. Ég er að hugsa um að stilla hana, en hef ekki enn tekið ákvörðun um hvernig ég ætla að stilla hana.

sól fjöll

Á mánudagskvöldið var borgarafundur um sumartímamálið í Herðubreið á Seyðisfirði. Fundurinn vara afar málefnalegur og voru margir frummmælendur og aðrir sem komu með sterk innlegg í málið.

Niðurstöður fundarins voru þessar: (heimild sfk.is)

"Niðurstaða fundarins var sú að ekki yrði tekin upp sumartími á Seyðisfirði 17. júní n.k. heldur yrði unnið að málinu áfram en stefnt að því að taka upp seyðfirskan sumartíma eða hvetja til þess að Seyðfirðingar taki daginn snemma næsta vor ef ekki tekst að fá alla þjóðina á sama band. Fundurinn sendi frá sér áskorun til ríkisstjórnarinnar sem er eftirfarandi:

Borgarafundur haldinn á Seyðisfirði 9.Júní 2008 skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að á Íslandi verði tekinn upp sumartími. Þ.e. klukkan verði færð fram um eina klukkustund frá miðtíma Greenwich yfir sumarmánuðina.

Við fundarmenn erum sannfærðir um að þessi tilhögun muni auka á lífsgæði allra landsmanna, þó mest þeirra sem búa eins og Seyðfirðingar, við sólarleysi nær þriðjung ársins og sólsetur allt of snemma dags yfir sumarmánuðina.

Mætum orkukreppunni, aukum aðgang að sólinni.

Allir fundargestir borgarafundar á Seyðisfirði."

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband