10.6.2008 | 17:36
Alltaf í boltanum.
Eins og kannski sumir vita er ég í stjórn knattspyrnudeildar Hugins og verð ég að segja að það er ansi skemmtilegt, þó mannist finnist maður ekki hafa nægan tíma til að sinna þessu vel.
En ég er svo heppinn að hafa í stjórn með mér mjög virka samstarfsmenn sem taka að sér tiltekna þætti. Af nógu er að taka. Leikmannamál, fjármál, allt sem snýr aðstöðu, húsnæði fyrir leikmenn, búningar og það sem lýtur að undirbúningi fyrir leiki.
Svo erum við með þjálfara og liðsstjóra sem sjá vel um það sem að þeim snýr, og það er mikill kostur.
Aðstaðan til æfinga er ekki góð hér á Seyðisfirði, við erum reyndar með líkamsrækt og íþróttahús til að æfa í inni. Við erum einnig með lítinn sparkvöll og malarvöll, en þurfum að fara upp á Fellavöll til að æfa á stórum velli.
Bæjaryfirvöld gera það sem þau geta til að við getum nýtt það sem hér er sem best. En vandamálið er grasvöllurinn okkar. "The Stadium". Í vor þegar hann kom loks undan snjó, var hann kalinn eða rótarslitinn, sem þýðir að allt grasið sem var lifandi á honum í haust var dautt. Það er búið að sá í hann og bera á hann og vökva og gata til að koma honum til og hann er að grænka meira og meira á hverjum degi.
Þó að bjargdúfurnar týni fylli sína af fræjum grænkar hann meir og meir og ætti að vera tilbúinn í næsta heimaleik, 27. júní.
Fyrsti heimaleikur okkar var á Fellavelli á laugardaginn. Andstæðingarnir voru Leiknir og átti Huginn frábæran leik.
Leikurinn fór 6-0 og skoraði liðið 4 mörk á fimm mínútna kafla í fyrri hálfleik. Gaman að þessu.
En meira af fótboltaspjalli síðar.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.