4.6.2008 | 01:42
Á að flýta klukkunni?
Búið er að boða til fundar um það að flýta klukkunni á Seyðisfirði. Hugmyndin er að flýta henni um 2 tíma á sumrin.
Ástæður þess að þetta er æskilegt eru margvíslegar og reyndar tengjast sumar þeirra aðstæðum á Seyðisfirði sérstaklega.
Rökum með þessu máli má skipta í tvo flokka:
Viðskiptalega og Staðbundna.
Þessir viðskiptalegu lúta að því að öll samskipti við fólk og fyrirtæki í öðrum löndum verða auðveldari. Önnur ríki Evrópu eru með vetrartíma og sumartíma og við það að við höfum þetta geta hinir erlendu viðskiptavinir okkar treyst því hvað klukkan slær á Íslandi.
Þessir staðbundnu snúast um hið daglega líf okkar hér á 'islandi og ekki síst á Seyðisfirði. Þannig háttar til að sólin kemur upp hér í bæ um hásumarið nokkru áður en almennur vinnudagur hefst. Hins vegar er maður varla kominn heim til sín um 5, þegar sólin er komin í felur bakvið Bjólfinn. Hinn almenni maður á Seyðisfirði getur því lítt notið sólar á virkum dögum.
Hér austanlands kemur sólin upp einhverjum 20 mínútum fyrr (minnir mig) en á Reykjavíkursvæðinu. Þessi Greenwich mean time hentar því austurlandi mun verr en Reykjavíkinni og teljum við hér austanlands enga ástæðu til að negla okkur niður á tíma sem er jafn óhentugur fyrir okkur á allan hátt og raun ber vitni.
Hvort tímanum verður breytt á landsvísu eða aðeins hér á Seyðisfirði, er mér nokk sama um. Það væri að mörgu leyti skemmtilegra að það yrði annar staðartími hér en annarsstaðar á landinu.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Miklar umræður eru um þetta mál hjá ýmsum blokkurum.
Þar er bent á að hin klukkan á Íslandi sé klukkustund og 40 mínútum á undan hinni náttúrulegau klukku (í Reykjavík) (Munurinn er um klukkustund á Austurlandi). Það er einnig bent á að Greenwich Mean Time sé lögbundinn á Íslandi. Að lokum kemur fram að Seyðfirðingar geta ósköp einfaldlega breytt vinnutíma og opnunartíma sinna fyrirtækja, en þurfi ekki að seja allt þjóðfélagið á hvolf.
Mig langar að leggja orð í belg í þessa umræðu.
Í fyrsta lagi kemur hér fram að klukkan á Austurlandi er Þegar klukkustund á undan réttum tíma. Og hún er klukkutíma og 40 mínútum á undan réttum tíma í Reykjavík. Reykvíkingar eru afar sáttir við það virðist vera. Hví skyldu Austfirðingar ekki vilja slíkt hið sama?
Aðrar Evrópuþjóðir eru með vetrar og sumartíma. Af hverju ætli það sé? Er ekki góðra gjalda vert að vekja umræðu um það mál?
Á nítjándu öld tók Ottó Wathne kaupmaður á Seyðisfirði sig til að hóf siglingar til íslands á veturna fyrstur manna. Á 21. öld gerist það að Seyðfirðingar fara fyrstir íslendinga að vekja athygli á því að það kunni að vera til nokkurra þæginga að mörlandinn hafi sama tíma og önnur evrópulönd bæði sumar og vetur af viðskiptalegum forsendum. Mikil viðskipti milli landa eru kveikjan að þessari umræðu.
Seyðisfjörður er umlukinn háum fjöllum á alla vegu, má segja. Þess vegna hafa bæjarbúar sérstakan áhuga á að njóta sólar síðdegis. Það má gera með því að flýta klukkunni, eða breyta vinnutíma og opnunartíma fyrirtækja.
Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 03:19
Ef að breyta á klukkunni þarf það að gerast á landsvísu er það ekki,ég hef annars lítið pælt í þessu og get því ekki svarað þessari spurningu þinni Jón minn af neinu viti.
Magnús Paul Korntop, 8.6.2008 kl. 09:28
Ég er sammála því. Það er ekkert vit í að vera með tvö tímabelti, það er bara vesen.
Hins vegar er það spurning sem ég vil gjarnan fá svarað og það er af hverju eru önnur lönd með sumar og vetrartíma? Líklega er það vegna þess að á veturna viltu hafa birtu á vinnutíma og á sumrin viltu hafa birtu á frítíma.
Hvers vegna skyldi það sama ekki gilda hér?
Jón Halldór Guðmundsson, 8.6.2008 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.