Ferðasaga.

Ég fór um helgina í ferðalag.  Fyrsti stoppistaður var Hauganes,  þar sem mjög spennandi leikur milli Hugins og Dalvíkur Reynis fór fram. Leikurinn fór 3 -3 eftir mikla spennu.

Síðan vorum við á Hvammstanga hjá foreldrum mínum um helgina.  Mamma og pabbi hafa verið veik undanfarið,  en eru nú að ná sér upp eftir það,  vona ég.  Alltaf er nú gott að koma á Hvammstangann til þeirra.

Björgunarsveitin stóð fyrir hátíðarhöldum þar eins og venjulega á sjómannadaginn og meðal annars var Selasetrið opnað,  ökutækjasýning og opnuð sýning á verkum Gunnþórs Guðmundssonar.  Einnig var skemmtisigling og tombóla og sjómannadagskaffi. Síðan ekki síst var ágætt atriði við Félagsheimilið.  Það sá ungmennadeild slysavarnarfélagsins um. Unglingarnir sýndu sig við Félagsheimilið.  Reyndar tók ég eftir því kvöldið áður að þeir voru að æfa sig.

Mér fannst sýning á verkum Gunnþórs afar athyglisverð.

Lífskoðun hans kemur þar skýrt fram.  Hún er mjög heil og þroskuð,  að mínu mati.

Á sýningunni eru myndir eftir hann og nokkur spakmæli hans.  Hér eru dæmi:

"Ég lýt þeim Guði sem leyfir mér að hugsa sjálfstætt og þroskast af reynslunni."

"Í stað þess að leita ljóssins flúðum við á vald myrkursins því leikföng okkar voru hættuleg upplýstum borgum." 

"Mundi nú ekki vera kominn tími til að biðja máttarvöldin að bjarga okkur frá eigin afglöpum."

"Enginn getur gert af því hverju skýtur upp í huga hans en hann getur verið misjafnlega gestrisinn við hugsanir sínar."

"Það er ekki gott að kaupa vont gott. Þó getur vont gott verið betra en gott gott."

"Allir þurfa að eiga sér vonarland og því nær sem það er því betra."

"Sá sem er niðri í lægðinni þar ekki að óttast fallið." 

"Guð er lengi að skapa. En hann gerir það vel. Honum liggur ekkert á."

Í orðlausri Innlifun átt þú þínar stærstu stundir í lífinu." 

"Eitt af einkennum fáfræðinnar er að menn halda að þeir viti heilmikið."

"Hví skyldi sólarlagið vera svona fagurt, nema til að boða nýjan dag." 

frá gg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband