15.5.2008 | 22:07
Boltinn rúlar!
Það er þannig að eitt að því sem setur mestan svip á líf margra á sumrin er fótbolti.
Seyðisfjörður er þar engin undantekning.
Liðið hér í bæ nefnist Huginn og hefur vakið athygli fyrir oft á tíðum skemmtilega knattspyrnu og svo þykir frábær stemming í kringum liðið. Að koma á völlinn á Seyðisfirði er á suman hátt svipað og að fara á Nou Camp, segja þeir allra hörðustu.
En liðið leikur í sumar í 3. deild. Liðið hefur orðið fyrir gífurlegri blóðtöku síðan í fyrrasumar. Liðið hefur misst marga af sínum sterkustu einstaklingum, það er rétt.
Í haust var leitað til mín um að vera í stjórn knattspyrnudeildarinnar og tók á það að mér, því ég hef þá trú að það hafi afar mikið gildi fyrir bæinn, fólkið og ekki síst unga fólkið að hafa hér lið í íþrótt sem bærinn hefur mikinn áhuga á.
Einkum er þetta mikil lífsfylling og hluti sjálfsmyndar fyrir ungdóminn og í gegnum hana fá margir reynslu og sjálfstraust sem þú yfirfærir yfir á aðra hluti í lífinu. Þannig er liðið okkar mikil fyrirmynd ungu krakkanna í bænum.
Svo er annað sem mælir eindregið með að við höfum lið hér. Það er það að hér eru nokkrir afar efnilegir og góðir unglingar sem eru að vaxa upp í að verða fullburða knattspyrnumenn. Reyndar flest strákar sem þurfa sinn vettvang, sín tækifæri, þó að sumir þeirra hafi ekki líkamsburði til að spila af hörku við fullorðna. En sá tími nálgast hratt, get ég sagt ykkur.
Við höfum fylgst með ungum strákum stíga sín fyrstu skref hér í Huginsliðinu. Þeir hafa margir náð langt í knattspyrnu og aðrir hafa tekið með sér reynslu úr iþróttastarfinu til að vera kraftmiklir á sinni lífsleið. Slíkt má ekki gleymast heldur.
Burðarstykkið í liðinu okkar eru leikmenn með nokkurra ára reynslu úr 2. og 3. deild og jafnvel ofar. Síðan höfum við náð að krækja í leikmenn annars staðar af Austurlandi og loks koma 3 leikmenn erlendis frá til að styrkja hópinn.
Fyrsti leikur Hugins er eftir viku og ég vona að starfið í meistaraflokki verði skemmtilegt og gefandi og liðinu og bænum okkar til sóma.
Góðar stundir.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður pistill nafni! þetta verður gott fótbolta sumar á Seyðis
Jon Kolbeinn (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 06:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.