Dagur á Skálanesi.

Í dag var ég á Skálanesi.

Fórum við þrír meðlimir í garðyrkjudeild Hugins að ganga frá hólmum og lækjum við Náttúrusetrið á Skálnesi.

skálanes

Fólst verkefnið í því að bera gamalt hey í sár sem myndast höfðu við læki og tjarnir sem gæsir og endur hverskonar una sér svo vel í við Skálanes.

Skálanes er eins og áður sagði náttúru- og menningarsetur yst við sunnaverðan Seyðisfjörð.

Er það útsýni ein sú fegursta á landi hér. Það er einnig eitt fjölþættasta fuglalíf sem finnst hér við land. Þarna er fuglabjarg, æðarvarp, venjulegt mólendi og varpstaður gæsa. Þarna er líka veðursælt og lygnt og kyrrlátur staður.  Undir Skálanesbjarginu eru gjöful fiskimið, sem Seyðfirðingar hafa barist fyrir að verði lokað fyrir snurvoð.

Verið er að endurbyggja húsið og verður þar góð gistiaðstaða og frábærlega skemmtileg stór sólstofa, þar sem unnt verður að sitja og njóta veitinga.

Nokkrir menn eru að vinna þarna þessa dagana og fengum við á hádegisverðarborðið meðal annars hnísukjöt, en slíkt hefi ég eigi bragðað fyrr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Gott starf. Er ekki vænlegt fyrir ferðafólk að koma á þessar slóðir, huga að margskonar fuglalífi, ganga á fjöll, snuðra í fjörunni, skoða fornar mannvistarleifar sem tengja okkur við atvinnusögu, byggðasögu og jafnvel persónusögu svo dæmi sé nefnt? Náttúrusetur á borð við þetta þyrftu að vera sem flest á landinu. Mikilsvert er að treysta sem best þá náttúru og einkenni sem best.

Gangi ykkur vel!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 13.5.2008 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband