Frægðarför Seyðfirðinga!

Blakdeild Hugins sendi 3 lið á Íslandsmót öldunga í blaki.

Um er að ræða 2 karla lið og eitt kvennalið.  Karlaliðin kepptu í 3. og 4. deild.  Þeir nefna sig "Broskarla" og "Broskarla II".  Er skemmst frá því að segja að Broskarlar II sem kepptu í 3. deild urðu í öðru sæti og unnu sér rétt tila ðkeppa í 2. deild að ári.

Kvennaliðið nefnir sig "Honey Bees".  Eins og nærri má geta draga þær nafn sitt af hunangsflugunni, en hinn hefðbundni Huginsbúningur er svart og gul röndóttur eins og hunagsflugan.  

Þær urðu fyrir nokkrum áföllum vegna meiðsla leikmanna fyrir mótið og rétt skröpuðu í lið.  Það kom þó ekki í veg fyrir ágætan árangur, því þær náðu 3. sæti og voru hársbreidd frá því að vinna sig upp um deild.  Alveg frábært hjá þeim.

Eins og ýmsir vita kannski er konan mín hún Magga Vera  "Honey Bee" og þess vegna hef ég fylgst vel með þvert yfir landið,, eins og nærri má geta.

Keppendur Hugins fengu það verkefni að hafa Frakklands þema á mótinu og kynntu þær andstæðingum sínum frönsk rauðvín og osta fyrir hvern leik.  Hvort það hefur haft góð áhrif á árangur þeirra veit ég ekki.

Í lokahófi sem haldið er í kvöld var næsti keppnisstaður tilkynntur.

Svo skemmtilega vill til að næsta mót verður haldið að ári á Egilsstöðum og Seyðisfirði.  Og Magga hefur verið útnefnd sem öldungur á því móti.

Þannig að það verður bara gleði hér í bæ að ári.

Ætli maður verði ekki að byrja að æfa í haust?

Blakkveðjur.

Að lokum er svo hér tillaga að nýjum búningi fyrir stelpurnar:

honey

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Til hamingju sveitungar! Gaman að heyra hvað uppgangurinn er góður blakinu. Ég var einmitt stödd á mikilli leði stangaveiðimanna í Reykjavík á laugardagskvöldinu, þegar einn maður þar kvartaði undan konuleysi þar sem frúin væri að keppa í blaki á Ísafirði og sagði hann að hún væri varla búin að jafna sig eftir flugið þangað, átti þá eftir að fljúga til baka Gott að þær þurfa bara að fljúga á Egilsstaði blessaðar. Kveðjur úr Hafnarfirðinum 

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:20

2 Smámynd: Helena Mjöll Jóhannsdóttir

Ja hérna, það var ekki leði heldur GLEÐI.....

Helena Mjöll Jóhannsdóttir, 6.5.2008 kl. 14:21

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Já, kvartaði STANGVEIÐIMAÐURINN yfir konuleysi?

Þessir karlrembupungar!

Jón Halldór Guðmundsson, 6.5.2008 kl. 15:04

4 Smámynd: Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir

það er nokkuð ljóst að þær vinna riðilinn að ári í þessum búningi  

Anna Guðbjörg Sigmarsdóttir, 6.5.2008 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband