Kallarðu þetta leikrit?

Í kvöld var frumsýnt frumsamið leikrit í afmælissýningu hjá Leikfélagi Seyðisfjarðar.

Leikritið nefnist "Kallarðu þetta leikrit?" og er samið af Ágústi Torfa Magnússyni í tilefni þessara tímamóta.

Ágúst Torfi er Seyðfirðingur og var leikhúsmaður við það að taka þátt í starfi leikfélagsins.  Hann hefur áður samið leikrit fyrir okkur og er afar athyglisvert leikskáld.  Til hamingju Ágúst Torfi!

Sýningin fjallar um leikfélag úti á landi sem er að setja upp sýningu og ýmis vandamál sem upp geta komið við  uppfærsluna.  Sýningin lýsir samskiptum leikara og leikstjóra og áhugaleikfélagsumhverfinu á gamansaman og léttan hátt.

Höfundurinn hugsar fyrst og fremst um það að skemmta okkur með þessari sýningu og kryddar hana með nokkrum góðum dægurlögum frá ýmsum tímum,  sem mörg tengjast Seyðisfirði.  Þá bregður höfundur á leik og gerist jafnvel heimspekilegur,  þegar hann leikur sér með það að hafa leikrit í leikriti og gefur það sýningunni hressilegan blæ.

Leikstjóri sýningarinnar er Snorri Emilsson sem er afar sjóaður og farsæll leikshúsmaður og er greinilegt að hann gerir vel í því að láta léttleika sýningarinnar njóta sín.

Stærstu hlutverkin í sýningunni eru í höndum Ívars Björnssonar og Guðna Sigmundssonar.

Þeir standa sig afar vel báðir og Guðni fer sívaxandi sem leikari, enda kominn með mikla reynslu og nýtir það. Ívar hins vegar er ekki eins reyndur en hann er algjörlag leikari af guðs náð.  Ég ætla að vona að skólastjóri Listaháskólans lesi þessi orð og sendi honum skírteini um leikarapróf. Hann er með þetta í sér dreingurinn.

Tónlistarflutningur var svo í umsjón Charles Ross, Þorsteins Arasonar og Sólrúnar Friðbertsdóttir  og fórst þeim það vel úr hendi.

Takk fyrir skemmtunina.

eydís

 

 Þetta er hún Eydís sem fer á kostum sem konan sem leikur vinnukonuna.

Sjá nánar á bloggsíðu hennar. 

http://eydisbj.bloggar.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

öll lögin hafa einhverja tengingu við Seyðisfjörð (lagahöfundur,textahöfundur,flytjandi)

Einar Hólm (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband