Eldhætta og eldsneytisumræður!

Ég datt inn á bloggsíðu hjá Friðriki Guðmundssyni í morgun og rakst á mjög skemmtilegar limrur hjá honum, sem ég leyfi mér að afrita hér til þæginda um leið og ég vísa til heimilda. 

Umdeild fjárveiting

Friðrik.  http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/527656/

Karlinn sem skilaði skatti

skammaðist yfir að slatti

borgaður yrði

í brýr yfir firði

til bæja sem selj´ekki Latté.

 

Friðrik  http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/527656/

Bærilegur kláði

 

Eitt sinn var Klara með kláða

og klóraði fæturna báða.

Hún klóraði hátt

og komst að því brátt

að Klara var allveg að fá´ða!

Gnnar   http://lillo.blog.is/blog/lillo/entry/527656/#comments

Dæmalaust falleg er Díana
og dólgarnir alls ekki flýj'ana.
Þeir hugsa um eitt,
sem hún getur veitt
og það fer svona ferlega í'ana.

  Ég var eiginlega alveg búinn að gleyma hvað limru formið er skemmtilegt.

Síðan rakst á umræðu hjá einum góðum bloggara sem Ásgreímur heitir, þar sem hann bendir á að tiltölulega lítið mál sér að breyta bílvélum þanig að þær geti brennt öðru en bensíni og olíu. Bendir hann á etanól, lýsi lífrænar olíur og hvalspik sem hugsanlega orkugjafa.

Við komumst sem sagt í okkar fjallajeppaferðir áfram íslendingarnir, meinar hann.

Um þetta spunnust nokkar umræður, þangað til ég drap stemminguna með tveimur misheppnuðum limrum:

 

Bensín heimsins er að verða búið

Að brenna öðru það er ekki snúið

Etanól og lýsi

(Ásgrímur hjá Nýsi)

Þá getum við á jepp’ á fjallið flúið

 

Við bensínishækkunum bölvuðum

en blogguðum um það og "rölvuðum"

þá lýstist upp pera

ég læt það bú vera

Edrú á jeppanum ölvuðum.

Svona geta nú limrur verið misgóðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband