Fyrir suma er ekkert jafnrétti til!

Í dag er 1. maí. Þá er baráttudagur verkafólks um allan heim.

Á árum áður snerist verkalýðsbaráttan um það að fólk hefði næg laun til að eiga fyrir brýnustu lífsnauðsynjum.

Í dag snýst baráttan um svo miklu fleira, svo sem rétt til náms og endurmenntunar, aðgang að heilbrigðisþjónustu, umbætur í lífeyrismálum og húsnæðismálum.  Jafnrétti kynja og kynþátta.  Verkalýðshreyfingin lætur til sín taka í baráttu fyrir kjörum öryrkja og aldraðra og í umbótum í málfnum sjúkra.  Við hugsum líka um réttinn til að lifa í ómenguðu umhverfi og það að eiga rétt á góðu drykkjarvatni.

Við viljum líka standa vörð um tjáningarfrelsi og það á að vera sjálfsagður réttur fólks að taka þátt í starfi stjórnmálaflokka og hafa áhrif á mótun síns samfélags.

Fyrir mér er verkalýðsbarátta allt þetta.  Og víða er pottur brotinn í okkar samfélagi í dag.  Það er verk að vinna.

En þó að allt þetta sem að ofan er talið sé í fínu lagi, sem vel að merkja það er ekki, er ýmislegt sem getur hamlað aðgangi okkar að þessum réttindum.

göng

Það eru nefnilega margir sem eiga nema takmarkaðan aðgang að þjónustu og möguleikum samfélags síns. 

Á meðan svo er er ekkert jafnrétti til.  Þessu vil ég helga þennan dag.

Baráttunni fyrir stórbættum samgöngum og baráttunni gegn eiturlyfjaógninni.

Fram þjáðir menn. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband