13.4.2008 | 15:38
Neyðarkall frá stóreignamönnum?
Nú berst neyðarkall frá stóreignafólki.
Bankarnir, sem eru komnir undan pilsfaldi ríkisins vel að merkja þurfa nú að tryggja tilvist sína með því að ríkissjóður sem vel að merkja þarf ekkert lán, taki hjá þeim eitthvert stór lán. Eða taki lán í erlendri mynt til að leggja inn á óbundinn gengisrýrnunarreikning. Það er nefnilega ekkert lausafé eftir í bönkunum skilst mér.
Fulltrúi Fasteignasala í Reykjavík kom fram í Silfri Egils í dag og bar sig illa. Hafði hann orð á því að verið væri að taka eignir af fólki. Ástæðan er að Seðlabankinn hefur sagt að verð íbúða muni lækka um 30% á næstu árum.
Nú eigi að taka íbúðaverð úr lánskjaravísitölunni, er meðal þess sem hún leggur til. Af hverju á að gera það? Til að lánskjaravísitalan lækki ekki?
Hvað er íbúðaverð á Reykjavíkursvæðinu búið að hækka mikið á síðustu árum?
Hvaða áhrif hefur sú hækkun haft á verðtryggingu íbúðaskulda íbúa á landsbyggðinni?
Þá var ekki talað um eignaupptöku.
What goes up must come down. Gain some lose some.
Húsnæðisverð í landinu ræðst af markaðsaðstæðum. Það dugir ekki að skella skuldinni á ríkisvaldið þegar kreppir að.
Nema að ríkisvaldið þjóni eingöngu hagsmunum íbúa eins landshluta.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 134370
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sumir gæla við það að þjóðnýta bankana...
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 21:50
Það er fínt að fasteignaverð lækki svolítið. það var orðið allt of hátt. Það hafði enginn efni á þessu lengur nema Björgúlfarnir og Bónusfeðgar.
bankarnir geta spjarað sig sjálfir. þeir missa svo mikinn trúverðugleika ef þeir geta það ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 14.4.2008 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.