Um hlutverk ráðherra.

Athyglisvert sjónarhorn hjá Árna.  Ég læt mér koma til hugar að það væri skrýtin ríkisstjórn sem væri skipuð fulltrúum sjónarmiða hagsmunaaðila á hverju sviði.  

Hvernig ríkisstjórn væri þetta:

ráðherrar

Umhverfisráðherra:  Talsmaður landverndar, Árni Finnson.

Landbúnaðaráðherra og Sjávarútvegs; skipaður af bændasamtökunum hálft kjörtímabilið og LÍU hinn helminginn.

Menntamálaráðherra:  Skipaður af kennarasamtökunum.

Dóms- og kirkjumálaráðherra: Gunnar í Krossinum helming tímans og formaður lögreglufélagsins hinn helminginn.

Utanríkisráðherra:  Stjórnarmaður Iceland Air?

Viðskiptaráðherra:  Jóhannes Gunnarsson neytendafrömuður.

Iðnaðarráðherra:  Hagfræðingur iðnrekenda.

Fjármálaráðherra: Talsmaður eldri borgara.

Félagsmálaráðherra: Talsmaður fatlaðra.

Kannki bara ágæt samsetning? 

 

 


mbl.is Umhverfisráðherra „brást hlutverki sínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Góður punktur Jón!

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.4.2008 kl. 18:11

2 identicon

Góóóður!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 19:25

3 identicon

Einmitt Jón Halldór.  Það er nú einusinni þannig að sá sem er í stjórnunarstarfi bara getur ekki verið allra vinur.  Hann verður að fara eftir sannfæringunni.  En þessi tiltekni ráðherra í fréttinni fór ekki eftir sannfæringunni heldur neyddist hann (hún) til að fara að lögum.  Og henni fannst það bara nöturlegt, og vill nú breyta lögunum, ef ekki stjórnarskránni ef með þarf til þjónkunar sannfæringunni.  Sannfæringu sem drepur í dróma atvinnulífið í landinu.  Það er komið nóg af því.  Atvinnulífið þarf að fá að komast aftur í gang.

Annars held ég bara að þú sjálfur gætir orðið ágætur ráðherra.  Vildi helst fá þig fyrir samgönguráðherra..... Samgöngin þú veist

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 22:37

4 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það fylgir því vandi og ábyrgð að vera ráðherra.  Ráðherra ber að fara að lögum.  Ráðherra þarf að gæta að mörgum liðum máls og þó að hann sé valdamikill má hann ekki misnota vald sitt.  Hann þarf að gæta meðalhófs og skal ekki nota það vald sem stöðu hans fylgir, til að hygla vinum sínum ættmennum, venslamönnum, eða fjölskyldumeðlimum samverkamanna sinna.

Þórunn Sveinbjarnardóttir er umhverfissinni og það er ekki ljótt orð í mínum eyrum.

Við eigum öll allt okkar undir því að ganga svo um jörðina okkar að tilveru fólks sé ekki ógnað.

Það er alþjóðlegt verkefni og Íslendingar geta ekki sniðgengið sína ábyrgð í því efni.

Sumir telja að umhverfismál "drepi í dróma allt atvinnulíf í landinu".  Slíkt fólk er að mínu mati afar fávíst og hörmulegt að ekki er unnt að uppfræða það.

Lifið heil.

Jón Halldór Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 23:58

5 identicon

Jæja Jón.  Fávís já.  Ekki þó fávísari en það að mér er fyllilega ljós munurinn á "Environmentalist" og "Environmental extremist".  Muninn á þessu tvennu þarf að upplýsa þjóðina um.

Fyrra orðið þýðir þessi góði saklausi umhverfissinni sem drepur ekki í dróma allt atvinnulíf í landinu.  Gerir hógværar athugasemdir við það sem betur má fara án þess að almenningur beri skaða af.  Lætur sig varða þjóðarhag.

Seinna orðasambandið lýsir Öfgasinnanum sem fer eyðandi hönd um atvinnulífið í landinu.    Og er alveg sama hverjar afleiðingarnar eru fyrir þjóðina.  Og finnst nöturlegast að neyðast til  að fara að lögum þegar þau standa í vegi fyrir framgangi  öfganna.  Þjóðhættulegt fólk.

Um þetta nægir ekki að uppfræða það sem þú kallar "slíkt fólk".  Það þarf að uppfræða alla þjóðina.

Kveðja

Óli Vignir 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband