1.4.2008 | 17:45
Ferðasaga.
Ég fór með fjölskyldunni til Reykjavíkur á föstudaginn.
Við flugum suður um kvöldið eftir að hafa farið í kófinu um Fjarðarheiði. Það var ansi blint sumsstaðar, en snjórinn engin fyrirstaða svo sem.
Við gistum hjá frændfólki í Mosfellsbæ. Það var alveg frábært mál.
Á laugardaginn vorum við mest að slappa af og var ferðin alls ekki verslunarferð, en þó festi ég kaup á gönguskóm, nokkuð uppháum, svona goretex skóm eins og fólk er í í snjó og slabbi. Veðrið í Reykjavík var gott og enginn snjór, þannig að ég var nærri búinn að hætta við skókaupin. En samt lát ég verða af því.
Um kvöldið lentum við í matarveislu hjá gestgjöfunum og áttum frábært kvöld með þeim.
Á sunnudaginn var fermingardagur Smára. Fermingin fór fram í Víðistaðakirkju, sem er afar fallegt hús og fermingarathöfnin var hátíðleg og falleg.
Fermingarveislan var svo seinna um daginn og var gaman að hitta ættingja og greinilega naut fermingarbarnið sín mjög vel. Greinilega myndarstrákur og merkilegt að sjá barn breytast í ungling á einum degi.
Á mánudaginn var svo pakkað og haldið á flugvöllinn í fylgd vörubifreiðastjóra, sem betur fer fylgdu þeir okkur aðeins lítinn hluta leiðarinnar.
Flugið austur gekk afar vel og hittum við reyndar Seyðfirðing á flugvellinum á Egilstöðum sem tjáði okkur að heiðin væri "seinfær" vegna slæms skyggnis. Héldum við á heiðina í blíðunni á Egilsstöðum. Veðrið á heiðinni var hins vegar ekki blítt, heldur vonsku slyddu hríð. Í norður Fjallinu festum við okkur fyrir ofan nýju brúna og vorum dregin upp. Fengum við þær upplýsingar að margir bílar væru fastir upp á heiði og yrði reynt að bjarga fólkinu úr þeim, en ekki reynt að ryðja heiðina meðan þetta veður væri. Það var bæði hvasst og mikil úrkoma og hríðin blaut og þung. Þarna uppi fór ég út úr bílnum til að átta mig á aðstæðum og varð þá mjög kalt. Ég var blautur í lappirnar, þar sem ég hafði gleymt hinum nýju vetrarskóm mínum og var á blankskónum á fjallinu. Ekki gáfulegt.
Á leiðinni niður festum við okkur aftur og fórum við í sund á Egilsstöðum, bæði til að drepa tímann og eins til að komast í þurr föt.
Starfsfólkið þar tók vel á móti okkur og þurrkaði buxur og slíkt. Var gott að sitja í pottinum þeirra Héraðsmanna og láta ylinn ná sér upp í líkamanum.
Eftir sundið var haldið í söluskálann og setið við kaffidrykkju og alltaf fjölgaði Seyðfirðingunum þar.
Reynir og Guðni komu þangað á Sjúkrabílnum eftir að hafa verið 5 tíma á ferð yfir Fjarðarheiði með sjúkling. Þetta er alvarlegt mál og lán að akki fór illa þar.
Síðan komu bræðslukarlar að sunnan. Þier voru að koma úr Helguvík og ætluðu á Seyðisfjörð að bræða þar kolmunna.
Einnig komu Knútur og Lilja að sunnan og hann Hjálmar og Anna úr 7,5 tíma ferð yfir heiðina.
Svo komu Kjartan og Mæja að sunnan keyrandi. Þau trúðu varla fyrst að Fjarðarheiði væri ófær, því að Fagridalur væri auður.
Allt þetta fólk fleira til var sem sagt veðurteppt í gær á Héraði og við í minni fjölskyldu fengum okkur bústað á Einarsstöðum í nótt og gistum þar.
Komust síðan heim upp úr 10 í morgun eftir eftirminnilega helgarferð, sem þrátt fyrir allt endaði afar vel.
PS.
Þetta er ekki apríl gabb.
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það trúa þessu allir Jón . Það er búin að vera mikil umræða um samgöngur á Fjarðarheiði s.l. sólahringa. Ég skil samt ekki hvers vegna ekki heyrist af þessum hrakförum í ríkissjónvarpinu. Segja þeir bara fréttir af óförum manna fyrir vestan?
Þar sem heiðarnar eru 200-300 metrum lægri en hér fyrir austan?
Og af hverju fara fjölmiðlar ekki að tala um hættumat þjóðvega. Af hverju er ekki markmið samgönguyfirvalda að leysa fyrst og fremst vanda þeirra íbúa sem búa við hættulegusts þjóðvegina?
Að vísu gera þau það að einhverju leiti, en ofast virðist einhver ankanalegur pólítískur þrýstingur vera til þess að menn missa alla skynsemi í þessu efni og koma með úrbætur þar sem þörfin er ekki alltaf mjög knýjandi( a.m.k. að mínu mati). Svo virðist oft vera að atkvæðafjöldi skipti meira máli en mannleg skynsemi.
Guðrún Katrín Árnadóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.