Útgefendur ruslpósts beri kostnað við förgun

Það er eðlileg krafa að útgefendur ruslpósts beri kostnað við förgun hans.  Neytendur, eða hinn almenni borgari ber þennan kostnað í dag, ýmist beint eða í gengnum sinn sveitarsjóð.

Eðlilegt er að lagt sé úrvinnslugjald á dreifipóst eða fjölpóst og auglýsingaefni sem dreift er um bæi og byggðir og sá tekjustofn notaður til að standa straum af förgun á heimilssorpi að hluta til eða endurvinnslu þess.

Gott hjá talsmanni neytenda að vekja máls á þessu.

Mér hefur dottið í hug hvort einstök sveitarfélög geti bannaðdreifingu á svona pósti í lögreglusamþykkt.  Það er nefnilega ekki eðlilegt að þessi kostnaður lendi á almenningi, sem oft á tíðum kærir sig ekkert um þetta efni. 

 


mbl.is Húseigendur beri ekki kostnað vegna ruslpósts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er lagt úrvinnslugjald á allan pappír sem kemur til landsins. Vandamálið er hinsvegar kostnaður sem til fellur hjá viðtakanda, hann fær ekkert af þessu úrvinnslugjaldi.

Sigþór (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 13:53

2 identicon

Auðvitað

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Bumba

Má ég spyrja Jón, af hverju mega húseigendur ekki sjálfir ákveða hvort þessi fjandi komi innum lúguna hjá manni?. Hérna í Amsteram kaupir maður límmiða sem ríkið gefur út og límir það á póstluguna og þá frábiður maður sér þennan ósóma. Ef á annað borð ruslpóstur er settur í lúguna þá er samkvæmt hollenzkum lögum hægt að lögsækja fyrirtækið sem það gerið. Þannig að þegninn í hverju ríki hlýtur að ráða. Með beztu kveðju.

Bumba, 27.3.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband