Viltu hafa áhrif?

Þessi orð eru meginefni fundar sem Samfylkingin heldur á Seyðisfirði í kvöld.

Meðal frummælenda eru Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra, Lúðvík þingmaður, Katrín Júlíusdóttir þingmaður og Einar Már Sigurðarson þingmaðurinn okkar hér í norð austrinu.

Allir eru velkomnir og ég hitti einn gamlan og góðan jafnaðarmann, sem man tímana tvenna í dag og hann spurði mig hvenær þingmennirnir kæmu.  "Fundurinn er í kvöld klukkan 8".  Sagði ég.  "Já, ég veit", sagði hann, "en hvenær koma þeir?"  "Þegar Lúðvík og Eysteinn voru hér þá komu þeir hingað um miðjan dag og fóru niður á bryggju til að hitta menn".  Síðan var fundurinn um kvöldið.

Þessi saga er kannski lýsandi dæmi um að samskiptamáti er allur annar við kjósendur,  en áður var.  Eigi að síður er kærkomið að fá þingamenn á staðinn á fund,  því það er svo margt sem þörf er á að ræða við þá,  blessaða.

Mér dettur í hug efnahagsmálin og stýrivextirnir.  Líka ástandið á landsbyggðinni og hvort við þurfum að vaða áfram í stóriðjuuppbyggingu, eða öllu heldur álversuppbyggingu.

Sjávarútvegsmálin eru auðvitað í brennidepli á Seyðisfirði.  Hingað kemur varla loðna og búið að snarskerða kvótann.  Af hverju minnkar þorksstofninn ár frá ári.  Af hverju má ekki takmarka veiðisvæði botnvörpu og snurvoðar?  Væri ekki athugandi að friða þorkhrognið?

Aðgengi Seyðfirðinga að skólum, heilbrigðisþjónustu,  atvinnu  og þjónustu er stórskert með núverandi samgöngum við byggðarlagið.  Þess vegna snúast öll málefni okkar um það að við þurfum betri samgöngur og þar kemur í sjálfu sér aðeins ein lausn til greina, sem er jarðgöng.

Af vettvangi Norð-Austurlands hefur verið unnið að verkefni í byggðamálum, sem snýst um að flytja verkefni og störf, einkum fyrir hið opinbera,  út á land, í byggðarlög þar sem fá störf eru nú þegar fyrir hendi í opinberri þjónustu.  Þetta verkefni er að fara af stað og lofar góðu.  Markmiðið er skýrt og aðferðarfræðin er svo sannarlega eitthvað sem ég held að gangi upp.

Þess vegna rak mig í rogastans þegar Fasteignamat Ríkisins ákvað að leggja niður útibú sitt á Austurlandi.  Og aftur þegar aðsetur nýstofnaðs Vatnajökulþjóðgarðs verður líklega ákveðið í Reykjavík.  Þetta síðarnefnda var fyrsta starfið sem var ákveðið sem starf án staðsetningar.  Þetta kosningaloforð Samfylkingarinnar átti að miða að því að opinber störf dreifðust um landið.  Það er neyðarlegt að þetta hugtak, starf án staðsetningar, verði notað til að staðsetja störf sem snúast um starfsemi sem er bundin Austurlandi, í Reykjavík.  Hvað finnst ykkur?

Í útvarpinu í dag, heyrði ég loks gleðifregn.  Ég er ekki að tala um ánægju ríkisstjórnarinnar með hækkun stýrivaxta. Nei ekkí.

Ég er að tala um að hún Björk hefur ákveðið að halda tónleika í Ísrael.  Það verður gaman að fylgjast með henni og hennar boðskap þar.  Björk vakti athygli í Tíbet um daginn og orsakaði titring með boðskap sínum þar.

Ég veit að listamenn hafa miklu meira frjálsræði til að tjá sig um utanríkismál og önnur mál en ráðherrar.  En ráðherrar og ekki síst utanríkisráðherra er mikilvægur til að byggja upp samskipti milli þjóða á ýmsum sviðum.

Hins vegar er verksvið utanríkisráðherra þess eðlis að það snertir ekki okkar daglega líf. Það er áhyggjuefni fyrir Samfylkinguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bið að heilsa. Missum af ræðum í þetta sinn. Þið og Sigló fáið boðskapinn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 18:12

2 identicon

Til Hamingju Jón Halldór.  Ferskur sem ætíð.

Það eru breyttir tímar.  Í hvert skipti sem ég kem til Seyðisfjarðar fer ég, gamall sjómaður, alltaf niður á bátahöfn, og hef aldrei hitt neinn.  Og ég er oft á ferðinni.  Kem alkominn í maí, og hitti kannski einhvern þá.  Helst að ég hafi hitt Adda og Guðjón á togarabryggjunni, en bara þá tvo.

Rétt hjá þér, þingmennirnir þurfa að koma með fyrra fallinu og hitta fólkið.  Fólkið veit.   

Og þetta með að "vaða" í stóriðjuuppbyggingu og álver, þá er það kannski ekki í sjónmáli í því formi, enda nýskeð á Reyðarfirði.  Það er fleira til en álver.  Og ég er ekki að tala um lopasokkaverksmiðju.

Næsta stóriðja sem er möguleg á okkar svæði kemur einmitt til kasta utanríkisráðherrans vænti ég. Og samgönguráðherra.  Sú stóriðja getur átt sér stað á Egilsstaðaflugvelli, og skapar störf í hundraðatali ef hún kemst á.  Nefnilega miðstöð vöruflutinga til Evrópu frá Asíu.   Tvær eða fleiri stórar fraktþotur frá Asíu daglega öðrumegin vöruhótels að losa frakt og nokkrar minni hinumegin til að áframflytja vörurnar til hinna ýmsu staða í Evrópu.    Á hverjum degi og allan ársins hring.  Þessi starfsemi myndi ekki trufla farþegaflug, því hún yrði öll hinumegin á flugvellinum eða við hann.

Það er nefnilega þannig að það er styst til Egilsstaða í Evrópu frá stöðum eins og Peking, Taipei, Tókýó, Singapore og Hong Kong, en þaðan kemur mest af þessari vöru.  Auk sem þeir staðir sem nú eru í notkun, svo sem Frankfurt, Köln, Amsterdam(Tvær fraktþotur þar daglega) og London eru nánast búnir með sitt pláss bæði á landi og í lofti.

Nokkrar tölur:

Egilsstaðir - Peking        7,609 km       Paris - Peking   8,225km

Egilsstadir - Tókýo          8,575km       Paris - Tokyo    9,723km

Egilsstadir - Hong Kong  9,358km       Paris - Hong Kong  9,638

Og 412 km lengra frá þessum stöðum til Keflavíkur.

Það mundi nú kannski ekki ráðast af vegalengdinni einni hvort flugfélag myndi kjósa að gera þetta á Egilsstöðum, byggja vöruhótel  og óska þjónustu og landrýmis þar. Fleira spilar inní.  Lítil flugumferð í háloftum og aðflugi til að hafa áhyggjur af og nóg landrými.  En það þarf að styrkja flugbrautaryfirborðið, sem stjórnvöld myndu líklega gera. Undirlag flugbrautarinnar tekur þetta auðveldlega.

Burtséð frá ofangreindu, þá hefur nefnd sem fjallar um mótaðgerðir við þorskkvótaskerðingu til umfjöllunar verkefni sem gefur möguleika á 10 nýjum störfum á Egilsstaðaflugvelli ef tvær vinnustöðvar Flugfjarskipta e.h.f. yrðu settar upp þar.  Og þetta eru störf sem ekki yrðu tekin frá neinum á suðvesturhorninu, heldur annarstaðarfrá úr Evrópu, sem er þegar umsamið.  9 austfirsk ungmenni yrðu ráðin til þjálfunar í störfin ef af yrði, sjálfur yrði ég sá tíundi og gæti komið sterklega að þjálfuninni.  Ég er á þessari stundu langt kominn með að útskrifa einn nemanda hér sunnantil. 

Margt býr í þokunni kæri vinur.

Kveðja

Óli Vignir 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.3.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrirt tilskrifið Ólafur.

Þú segir það, eru fáir aðrir á bryggjunum hér en Addi og Guðjón nútildags?  Trúlega er þetta rétt og þess vegna kannski eðlilegt að þingmenn fari eitthvert annað til að hitta fólk sem þeir vilja ræða við.  Hér á Seyðisfirði sjást þingmenn fremur á listsýningum en bryggjum, enda listastarfið að verða okkar útgerð. Ekki kvótinn þar.

Það er þetta með álverin.  Fólk hérna austanlands hefur mikið talað um að andstaðan við áver og virkjun hér eystra var hatrömm hjá fólki í Reykjavík, fannst okkur. Á meðan var byggt álver í Hvalfirði og Hellisheiðin var öll pípulögð og gufuvirkjuð.  Enginn ræskti sig þar syðra.

Ómar í Íslandshreyfingunni var líka búsettur á Kárahnjúkum og þetta fór auðvitað fram hjá honum.

Núna er sennilega sama sagan að endurtaka sig.  Húsvíkingar hafa undirbúið álver á Bakka í einhver ár og það mál er ekki komið í land.  En Sir Sigfússon er búinn að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir álver í Helguvík. "Það er svo lítið" segja menn.  Húsavík veldur deilum, Helguvík er ekki til. Ég hefði kosið að menn hefðu þetta öðruvíusi, en svona er þetta.  Ég er alls ekki sammála þér og hef ekkert á móti lopasokkaverksmiðjum og vona að það sé komin röðin að slíkri atvinnustarfsemi næst frekar en álveri.

En svo kemur þú inn á mál sem er þitt sérsvið, en mér nánast sem lokuð bók.Alþjóðlegur vöruflugvöllur á Egilsstöðum.

Það er frábært að þú skulir hafa áhuga á að byggja upp á landsbyggðinni og greinilegt að þú ert ekki heltekinn af 101 hugsuninni.

Vona svo sannarlega að þessar hugmyndir þínar verði skoðaðar af viðkomandi yfiurvöldum, einkum samgönguráðherra og byggðamálaráðherra.

Þakk þer fyrir ferskleg og flott skrif. 

Jón Halldór Guðmundsson, 26.3.2008 kl. 19:22

4 identicon

Takk vinur, gaman að fá viðbrögð við viðbrögðum.

Og auðvitað geta ekki allir verið sammála.  Þessvegna er þetta svona gaman.  En það er rétt hjá þér að ég er ekki mikill "101 maður".  Enda fæddur og uppalinn á Ísafirði og bara átt heima í úthverfum Reykjavíkur.  Sveitamaður sem leitar uppruna síns.

Og ég hef heldur ekkert á móti lopasokkaverksmiðjum nema það að það er nokkurnveginn víst að þær eiga ekki möguleika á að bera sig nú um stundir, heldur eru líklegar til að fara lóðbeint á hausinn.  Svona jafnmikið vit í því og að stofna t.d. Hundaleigu.  Hver vill leigja sér hund? ..Kannski hef ég rangt fyrir mér.  Vonandi.  Allt er breytingum undirorpið.

Og ég skil ekki Helguvík.  Kannski eina leiðin hjá Norðuráli til að fá rafmagn tímanlega.  Óábyrgu fólki hefur nefnilega tekist að æpa og skrækja niður nánast alla virkjunarmöguleika í landinu.  Og líka flugvallastarfsemi.  Söngurinn er byrjaður í Keflavík, að það sé ónæði að flugvellinum.  Ónæði!. Vonandi fær Egilsstaðaflugvöllur frið fyrir þeim söng.

Og vöruflugið þarf ekki virkjun og ekki yrði aukaálag á vegina þar sem um gegnumstreymi er  að ræða með flugvélum eingöngu.  Tvær stórar flutningavélar öðrumegin vöruhótelsins nýkomnar frá Asíu og 3 til 6 minni  flugvélar hinumegin á leið til Evrópu og jafnvel Bandaríkjanna.  Kannski er vöruflugshugmyndin heldur ekki raunhæf.  En það væri óskynsamlegt fyrir sveitarstjórnamenn annað en að athuga það frá öllum hliðum.  Nægt landrými, góður flugvöllur og lágmarksfjárfesting.  Landsstjórnin þyrfti ekki svo mikið að gera. 

Og líklega myndu það húsnæði sem stendur autt á svæðinu seljast í framhaldinu, og dygði kannski ekki til. 

Og ég get svo sannarlega mælt með bryggjuspjalli við Adda og Guðjón.  Þar er nú ekki töluð vitleysan.  Og þeir kunna að fara með fisk.

Kveðja

Óli Vignir 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:36

5 identicon

Æi.  Gleymdi einu.

Auðvitað eru eldsneytisaðföng álag á vegina.  Frá Seyðisfirði eða Reyðarfirði.  Kannski þyrfti bara leiðslu

ÓV 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 08:42

6 identicon

Og hvernig var svo fundurinn?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:02

7 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Fundurinn var frábærlega vel sóttur og voru um 40-50 manns þar.  Fundurin var auglýstur undir meginefninu; "Vilt þú hafa áhrif?" og snerust umræður að loknum framsöguerindum nær eingöngu um samgöngumál.

Þarna voru mættir tveir fyrrverandi bæjarstjórar kaupstaðarins og röktu þeir 30 ára langa baráttu Seyðfirðinga fyrir jarðgöngum.

Lýstu framsögumenn yfir stuðningi við hugmyndina um Samgöng, sem er eiginlega lífsnauðsyn fyrir byggðarlagið hér.  Fram kom einnig að vegurinn yfir Fjarðarheiði er hættulegasti þjóðvegur landsins, samkvæmt mati sérfræðings á þesu sviði.

Á fundinum var einnig rætt um efnahagsmálin og sjávarútvegsmál.  Þar var spurt um svokallaðar mótvægisaðgerðir, sem gripið hefur verið til að rétta hlut byggðarlaga sem orðið hafa fyrir búsifjum vegna niðurskurðar þorskkvótans.  Eru Seyðfirðingar orðnir langeygir eftir mótvægisaðgerðum fyrir okkur hér.

Fundurinn vara allan tímann mjög skemmtilegaur og málefnalegur og þó að margir hér hafi áhyggjur af framtíðinni var samt létt yfir fundarmönnum og góður andi.

Fundinn sóttu margt gott samfylkingarfólk og líka fólk sem fylgir öðrum að málum, en almennt var mikil ánægja með fundinn.   

Jón Halldór Guðmundsson, 27.3.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Hvaða tillaga var þetta?  Ég sá einhverja bókun um þetta í bæjarráði, en það kom ekkert fram um hvað málið snerist.

Jón Halldór Guðmundsson, 3.4.2008 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband