Gleðilega páska

Óska öllum gleðilegra páska.

Dagurinn hjá mér fer í leti og að horfa á fótbolta.  Ekki beint kristilegt,  en samt.

fjör á snjó

Magga Vera og Sóley Rún skelltu sér á skíði í Stafdal.  Kannski ætla þær að leita að páskaeggjum, ég hef grun um það. En renna sér svo þarna í Austurríkisbrekkunum og hafa gaman.  Ég tek það skírt fram að það er lengi búið að nota þetta orð, Austurríkisbrekkur um góðar skíðabrekkur á skíðasvæði Seyðfirðinga og Héraðsmanna.

 

Þegar ég flutti fyrst til Seyðisfjarðar var bærinn stundum kallaður Austurríki í gríni.  Það stafaði af því að hér í bæ var eina áfengisútsalan á Austurlandi.  Sem var svo bara engin útsala,  hvað verðlag snerti,  allavega.

Að lokum einn gamall íslenskur kirkjubrandari í tilefni dagsins:

Prestur einn vestanlands hélt eitt sinn þriggja ára gömlu barni undir skírn.  Þetta var á páskadag og margt manna í kirkjunni þarna í Borgarfirði vestra.

kristni

Þegar guðsmaðurinn laugaði höfuð barnisins hinu helgaða vatna sagði drengurinn stundarhátt:

"Ertu að sketta á mig vatni,  helvítið þitt?"

- Gleðilega páska. - 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðjast og njóta er örugglega kristilegt hehehehehe.Það eru ekki allir sem berja sig til ólífis og láta negla sig í tilefni páskanna.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Gleðilega páska í Austrurríki - það má allavega ekki tala um Austfirsku alpana í sama orði og Seyðisfjörður...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 23.3.2008 kl. 17:46

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk fyrir þessar góðu kveðjur.

Jón Halldór Guðmundsson, 24.3.2008 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband