Páskaegg.

Góðir hálsar.

Nú líður að lokum páskaeggjakönnunar.  Endilega að kjósa í dag í henni.

Einhverskonar páskaegg, eru mjög útbreiddur siður.   Þetta tengist vorkomunni, en í dag er ekki beint vorlegt á Seyðisfirði, þó að það sé ágætis vetrarveður.

Víða í vestur Evrópu trúa börnin á páskakanínuna, og er reyndar mikið sælgætisát tengt páskahátíðinni. Og þar þekkjast einhvers konar páskaegg.

egg_14

Í Austur-Evrópu eru páskaegg, en það eru máluð hænuegg, sem eru til skrauts.

Ég rakst á skemmtilega fróðleiksmola um páskaegg á vísindavefnum. 

"Í Noregi gerðu ungar stúlkur á giftingaraldri sér sums staðar til gamans að taka með sér egg í messu á páskadag. Þær geymdu eggið innanklæða, helst við nakin brjóstin og gáfu síðan þeim sem þær elskuðu eggið þegar til kirkju kom. Stundum fengu piltarnir að sækja eggin sjálfir inn á stúlkurnar. Annar leikur var sá að fela egg innan klæða en síðan fékk mótleikarinn að slá með krepptum hnefa á einhverja þrjá staði á þeim sem faldi eggið í þeirri von að hitta á eggið og brjóta það. Þá var einnig til að slá saman eggjum og sá vann sem fyrr braut egg andstæðingsins".

Væru þetta kannski skemmtilegir siðir í bland við súkkulaðiátið? É held það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nói Síríus hér.Gleðilega páska og kveðja till þinna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.3.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband