21.3.2008 | 00:15
Höfum við Gengið til góðs?
Góðir hálsar!
Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg? Þetta er spurning sem Jónas Hallgrímsson orðaði fyrstur manna. Í dag eru sífellt fleiri sem spyrja sig; Höfum við gengið til góðs?
Lækkun á gengi íslensku krónunni undanfarna daga er aðalumræðuefnið hér á landi í dag. Raunar hafa mann í marga mánuði bent á að þessu lækkun hlyti að koma, bara tímaspursmál hvenær. Ástæðan er sú að það hefur verið kallað á peninga inn í landið með hávaxtastefnu seðlabankans. Þessi hávaxtastefna býður upp á að erlendir fjárfestar kaupa verðbréf í íslenskum krónum og fá mjög góða ávöxtun fyrir. Íslenskir lántakendur borga sem sagt þennan fórnarkostnað. Þetta háa gengi hefur líka gert það að verkum að innfluttar vörur hafa verið á góðu verði hér. Og þetta háa gengi íslensku krónunnar hefur líka þýtt að útflutningsgreinar hafa fengið minna fyrir sína framleiðslu og þjónusta við erlenda ferðamenn hefur verið þeim dýr.
En nú þegar krónan hefur fallið lagast aðstæður útflutningsgreina og er það í sjálfu sér gott. Skuldir landsmanna sem eru verðtryggðar og gengistryggðar hafa snarhækkað og mér reiknast til að ég hafi orðið 600.000 kalli fátækari á mánudaginn var.
Enn ein hlið á þessari gengisbreytingu eru hagsmunir erlendra starfsmanna sem hér eru að vinna. Þeir eru hér til að leggja fyrir og eru á kjarasamningsbundnum. Þeir senda stóran hluta kauna sinna heim, til Póllands eða Lettlands. Þeirra laun hafa beinlínis lækkað sem nemur falli íslensku krónunnar. Í raun er þetta tilfellið með okkur hin líka, því að auk þess sem almennt verðlag hækkar á fáum vikum sem falli krónunnar nemur, hækka skuldir heimilanna með hinum velþekktu verðbótum íslenskra lána.
Þess vegna spyrja margir sig um næst mánaðamót, þegar þeir horfa á hærri skuldir, aukin útgjöld en óbreytt laun; Höfum við gengið til góðs?
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Afhverju læðist að mér sá grunur að þeir sem geta stýrt fjárstreyminu taki sitt eftir almenna kjarasamninga? (sjá blogg)
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 13:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.