Er Ísland svona í dag?

Efst á baugi á Íslandi í dag er að sveitarstjórnir á Suðurnesjum hafa samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi við byggingu álvers.  Þetta er gert án þess búið sé að tryggja orkuöflun og án þess að fyrir liggi að losunarheimildir lofttegunda séu fyrir hendi.  Það sem meira er,  þessi ákvörðun og þessi framkvæmd mun gera afar erfitt fyrir stjórnvöld að slá á þenslu á landinu næstu árin.

kjartan Í kastljósi í gær kom fram að skiptar skoðanir eru um málið. Samkvæmt umræðum þar,  virðist vera að jafnvel meðal alþingismanna sé sú trú að engir möguleikar á atvinnuuppbyggingu á Íslandi séu fyrir hendi,  nema fleiri álver.  Þeir sem vilja nú staldra við,  skoða fjölbreyttari atvinnuuppbyggingu,  jafnari byggðaþróun,  láta þensluna hjaðna,  þetta er allt fólk sem er á móti atvinnuuppbyggingu.

Erum við Íslendingar virkilega svona þenkjandi? 

Í dag var kynnur viðauki við samgönguáætlun.  Þar komu Vaðlaheiðargöngin inn og tvöföldun Suðurlandsvegar inn og eru þetta þarfar framkvæmdir.  

Á næstu dögum verður skýrsla um Samgöng kynnt.  Sú framkvæmd,  ef af verður verður stórkostlegt byggðamál fyrir Mið-Austurland.  Engin ákvörðun hefur verið kynnt enn,  en ég trúi öðru en að sú staðreynd að um er að ræða ein hagkvæmustu göng sem unnt er að gera á landinu,  ráði því að málið fær sæti á samgönguáætlun.

Og af menningarsviði landsins er svo það að heyra að Árni Johnsen hefur enn á ný stolið senunni.

Tildrög þess máls voru þau að þegar Bubbi Morthens,  sem er að mínu áliti sá íslendingur sem mest áhrif hefur haft á íslenskt tónlistarlíf,  var í einhverskonar rit- og sjónvarpsdeilu við minni spámenn í poppheiminum,  að honum varð á að segja að annar þeirra væri lélegri gítarleikari en Árni Johnsen.  

boxer

Þetta sárnaði Árna og hefur skorað Bubba á hólm og ef Bubbi þorir ekki í gítarleiks og söngeinvígi þá stendur honum til boða hnefaleikar við þingmanninn.

Eftir því sem ég kemst næst verður ekki af þessum bardaga,  sem betur fer.

En Árni Johnsen er sem kunnugt er þingmaður Suðurlands.  Í Reykjanesbæ á Árni Johnsen góðan frænda,  Árna Sigfússon sem er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.  Mikla athygli mína,  hefur vakið hve dyggilega Árni Sigfússon hefur stutt Sýslumannsembættið á Keilissvæðinu í baráttu þeirra fyrir að ráðstafa öllu meiri fjármunum,  en fjárlög hafa skammtað þeim.  Vonandi getur Árni Johnsen miðlað málum milli fjárveitingavaldsins og  Árna Sigfússonar bæjarstjóra,  sem virðist með óbeinum hætti vera kominn í forsvar fyrir ríkisfyrirtæki.

 

goods Annars vil ég enda þennan uppistands pistil með því að hæla Árna Sigfússyni.

Hann vakti athygli mína fyrir vasklega framgöngu í hitteðfyrra,  þegar hann náði þeim fasteignum sem herinn eftirlét Ríkissjóði og kom þeim í hendur sérstaks fyrirtækis á afar góðum markaðskjörum.

Hófst ekki Alfreð Þorsteinson til metorða við störf fyrir sölu varnarliðseigna.  Kannski er Árni Sigfússon á sömu leið?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 134264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband