Sameining eða sérhyggja?

 Ágætur bloggvinur minn Jón Ingi Cesarson hefur nýverið vakið athygli á því að tvö umræðuefni, Evrópusambandsaðild Íslands og sameining sveitarfélaga séu skyld umræðuefni.

Mér finnst gaman að velta þessu fyrir mér frá ýmsum hliðum.  Til dæmis veit ég að sveitarfélög annars staðar í Evrópu eru mun stærri, eða réttara sagt fjölmennari en hér á Íslandi.

Ég tel að sveitarfélög á íslandi séu alltof mörg, fámenn og vanmáttug.

Ég er sammála um það að þessi mál eru bæði afar mikilvæg og ef betur er að gáð snúast þau um sömu spurninguna.  Er okkur betur komið í stærri skipulagseiningu?

Ég horfði á Silfur Egils í dag og þegar ég hlustaði á Katrínu Jakobsdóttur tala um Evrópumálin áttaði ég mig á því að vinstri grænir hafa tekið upp hugarheim Hjörleifs Guttormssonar frá því fyrir 20 árum sem stefnu síns flokks.

Ég held að hina innri Katrínu Jakobsdóttur langi í raun mikið til að segja (eins og lang flest félagshyggjufólk í Evrópu) að Evrópusambandið hafi haft forgöngu um innleiðingu mikilla framfara í málefnum neytenda, skóla og menntamálum og jafnréttis og félagsmálefnum.  Ég veit að margir vinstrisinnar í VG eru Evrópusinnar og munu eflaust hugsa sig um ef flokkurinn ætlar að  horfa á evrópumálin og aðild að Nató með fordómum einangrunarsinna og þjóðernisstefnu.

norr0na

Í stað þess kom einhver óljós ræða um lýðræðishalla. Hvað er lýðræðislegt við það,  að við innleiðum tilskipanir án þess að eiga formlega aðkomu að samþykkt þeirra?

Ályktun ungra frjálslyndra (sic) um Evrópumálin sýnir að sá flokkur ætlar að flækja sig enn frekar í þjóðernisstefnu.

Ég sakna þess að þessir tveir ungu flokkar, Frjálslyndir og Vinstri grænir, skuli ekki skipa sér sess sem flokkar víðsýnis og nýrra viðhorfa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 134264

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband