6.3.2008 | 18:02
Venjulegur vetrardagur?
Ég var að hugsa um hvort í dag væri venjulegur dagur.
Það er jú 6. mars, fimmtudagur og lífið gengur sinn vanagang á Seyðisfirði.
Í gær lauk spurningakeppni Seyðisfjarðarskóla, sem heitir Viskubrunnur, þeas keppnin.
26 lið tóku þátt og meðal þeirra er lið Gullbergs, sem er skipað sjómönnum á togaranum okkar Gullver NS 12.
Þeir stóðu sig með prýði og unnu þetta að þessu sinni.
Eitt af því sem setur sterkan svip á þessa keppni okkar er, að á hverju ári er fyrirkomulagi breytt mikið. Teknar eru inn nýjar keppnisgreinar, formi keppninnar breytt og inn í hana bætt alls konar skemmtiatriðum og íþróttum sem eiga kannski ekkert skylt við spurningakeppni af gamla skólanum.
Þetta gerir æ fjölbreyttari kröfur til keppenda í þessari "fjölþraut". Mjög gaman.
Þetta árið var ákveðið að hafa uppistöðuna í keppninni "actionary" leik. Síðan var ákveðið að létta mikið bjölluspurningarnar og hlaupa á bjöllu, þannig að sá hluti keppninnar var eingöngu spurning um líkamlega snerpu. Loks var sett inn í keppnina enn ein nýjungin, sem er svokallaður leynigestur, sem er nokkuð skemmtileg nýbreytni. Bæði lið gátu spurt að vild, en aðeins tvisvar gestinn að nafni.
Þetta gerði keppnina að flestar mati léttari og fjörugri og það er vissulega gott mál.
Í hléi í keppninni í gær var útnefndur íþróttamaður Hugins 2007 og varð Elmar Bragi Einarsson fyrir valinu.
En ég ætlaði að tala um daginn og veginn og veðrið.
Í dag er kalsa veður, líklega norðaustan éljamugga og kaldi. Alls ekki stórhríð hér niðri í bænum.
Sömu sögu er hins vegar ekki að segja upp á Fjarðarheiði. Vegagerðin er búin að tilkynna heiðina lokaða.
Sv vill til að tveir meðlimir úr minni fjölskyldu eru að vinna upp á Egilsstöðum í dag. Reyndar er sonurinn, Gummi á námskeiði á Reyðarfirði og mun trúlega finna sér gistingu á Egilsstöðum í nótt. Hann vinnur að staðaldri á Egilsstöðum, ásamt ca. 29 öðrum Seyðfirðingum. Þannig að svona tilvik setja strik í reikninginn fyrir marga.
Konan mín var einnig að vinna upp á Egilsstöðum í dag. Ekki er útlit fyrir að hún komist heim í kvöld.
Reyndar ekki alveg venjulegur dagur, en samt.....
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Innlitskvitt og kveðja austur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:04
Við þurfum að fara bora.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 20:24
Fjarðarheiðin getur verið illskeytt það þekki ég af eigin raun. Úr þessu þarf að bæta ekki bara Seyðfirðinga vegna sem þó er næg ástæða heldur einnig Egilsstaðabúa sem sækja þjónustu á sjúkrahúsið á Seyðisfirði svo ekki sé talað um ferjufarþega sem geta lent í vandræðum þegar illa viðrar.
Lára Stefánsdóttir, 6.3.2008 kl. 22:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.