Neyð í Færeyjum?

Fyrir nokkrum dögum síðan fékk ég tölvupóst,  þar sem tilkynnt var um söfnun til handa þorpi í Færeyjum.  Þarna í Færeyjum hafði orðið stórtjón í illviðri.  Bátar eyjarskeggja höfðu skemmst og sokkið og hafnargarður skemmst.  Ljóst var að afkomumöguleikar þessa fólks til lífsframsfærslu væru nær eingir, ef þennan afdrífaríka atburð.  Gefinn var upp bankareikningur einhvers góðs manns og sagt að maður gæti lagt inn á hann til að hjálpa bræðrum okkar í Færeyjum.

bátur fær

Nú nýverið var svo viðtal við Elís Poulsen fréttaritara Ríkisútvarpsins í Færeyjum,  þar sem meðal annars kom fram að landssjóður og sveitarfélagið kosta viðhald hafnarmannvirkja í sameiningu, svipað og er á Íslandi,  og bátar og búnaður sem skemmdist er allt topp tryggt.

Mikið er ég feginn að ég var ekki búinn að leggja inn á þennan reikning,  því að ég sé að í raun og veru eru búsifjar hér á landi þegar stór hluti íbúar staðarins missir vinnuna,  svo sem vegna flutnings veiðiheimilda af staðnum miklu alvarlegra slys,  en þetta tilvik í Færeyjum.

Tilfellið er að um allt land standa verðlausar fsateignir.  Íbúarnir annað hvort hlsupnir burtu og skilja eftir sig drjúgan hluta ævistarfs,  eða hanga í átthagafjötrum vonleysis í krummaskuði.

Söfnun hefst, eða hvað?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband