Blikur á lofti í Íslensku efnahagslífi.

Góða Lísa í Undralandi, vaknaðu nú! 

Fram hefur komið að ef við göngum í ESB og tökum upp krónuna hagnast almenningur gríðarlega og lang flest fyrirtæki og sveitarfélög.  Dæmi; neysluverð lækkar um 15%. Annað dæmi: Vaxtakostnaður meðalfjölskyldunnar lækkar um 700.000 kr á ári.

lísa

En þetta er ekki allt. Það liggur í loftinu óumflýjanleg stór gengisfelling. Vaxtastefna Seðlabankans er gjaldþrota. Það er ekki hægt að halda uppi genginu endalaust með þessum hætti. Það kemur að því að gangið fellur og þá fer verðbólgan á stað aftur.  Ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins eru búnir að gera það sem í þeirra valdi stendur til að hlutast til um hófsama kjarasamninga.

Tilboðslán bankanna með breytilegum vöxtum munu nú taka breytingum. Bankarnir munu stórhækka vextina. Þá munu margir sakna Hauks í Horni, nefnilega Íbúðalánasjóðs.

Það er ekki lækningin að leggja hann niður.

Við eigum að láta af Kúbuvæðingu Íslands og stefna í átt að Evrópu strax. Þetta þolir ekki bið lengur.

Það sem er að gerast er að þeir sem skulda peninga í íslenskum krónum mega búa við ofurvexti. Þeir munu verða ofurseldir Anti Evrópuskatti, sem við þurfum að borga fyrir að hafa þennan litla veika gjaldmiðil.  Allir hinir munu þar að auki gjalda fyrir þetta líka með lakari lífskjörum og vaxandi verðbólgu, ef ekki mikilli kreppu á næstu mánuðum.

Íslenska efnahagsundrið er aðeins tímabundið ástand, sem gert hefur verið með háu vaxtastigi og mikilli þenslu.

Í dag er mikill lausafjárskortur í íslensku bönkunum. Hvernig verður það þegar krónubréfin verða innleyst?

þÁ VERÐUR Lísa Oddsen Geirsdóttir í Undralandi að vakna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdi... svo er það bók Eiríks: http://evropa.bifrost.is/default.asp?sid_id=36189&tid=1

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 09:45

2 identicon

Ææ!

Við erum víst búin að mála okkur fyrir löngu síðan útí horn og líklega engin önnur leið þegar upp er staðið en að ganga í þessi "Sovétríki Evrópu".  Alltof seint að ganga í NAFTA og taka upp bandaríkjadal.  Þeir myndu hlægja að okkur. 

Krónan ónonthæf. 

Við fórum alltof skarpt í að slíta sambandinu við Dani, og súpum nú seyðið af því, ásamt Sovétdýrkuninni fyrir 50 árum, sem fékk ekki framgang fyrr en nú.

En góð staða fólks á Íslandi í dag er þó ótvírætt að þakka tveim Íslenskum stjórnmálaflokkum, og annar þeirra er meira að segja ekki í stjórn lengur.  

Alveg merkilegt hvað Íslenska þjóðin er haldin mikilli sjálfspíningarhvöt. Endalaust.

En horfum framávið.  Nútíminn krefst evrunnar og fullrar þátttöku í sovétinu, sem vonandi er skárra en það var.

Vonandi. 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 19:46

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held nú ekki að við séum búin að mála okkur út í horn.

Til dæmis erum við aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og þar með erum við aðilar að flestum skuldbindingum Evrópusambandsins. Þáttaka okkar í mörgum örðum samtökum og samningum, svo sem Gatt kemur þar til viðbótar.

Við erum aðilar að NATÓ og erum þar með í samstarfi við önnur vestræn ríki á þeim vettvangi.

Svona má auðvitað endalaust telja, en megin máið er það að við eigum svo ríkra hagsmuna að gæta að viðskiptum við Evrópu að það eitt kallar á náið samstarf við Evrópu.

Þess vegna hlýtur spurningin um aðild að ESB að vera á dagskrá.

Jón Halldór Guðmundsson, 4.3.2008 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband