Er Seyðisfjörður hentugur staður fyrir netþjónabú?

Að sögn iðnaðarráðherra er Seyðisfjörður einn þeirra staða sem skoðað er hvort henti fyrir netþjónabú.  Grinilegt er að stjórnvöld vilja gera sitt til að þessi starfsemi fái séns í íslensku atvinnulífi.  Ég leyfi mér að birta brot úr frétt af vísi.is síðpan í nóvember. :

Össur Skarphéðinsson upplýsti að Fjárfestingarstofa væri nú að kanna hvort flutningsgeta raforkunnar væri nóg á umræddum stöðum en niðurstöður þeirrar könnunar lægju ekki fyrir. Benti Össur enn fremur á að netþjónabú væru misorkufrek og notuðu allt frá nokkrum megavöttum upp í hundrað megavött. Þá væri gerð krafa um mikið afhendingaröryggi á orku þannig að það þyrfti að hans mati í raun tvöfalt orkuflutningskerfi fyrir netþjónabúin.

Össur upplýsti enn fremur að sum þeirra tíu sveitarfélaga sem Fjárfestingarstofa hefði leitað eftir samstarfi við hefðu hafnað því. Hins vegar hefði verið bent á annað sveitarfélag en þessi tíu sem kæmi vel til greina varðandi uppbyggingu netþjónabúa. Það væri Seyðisfjörður. Þar væri verið að byggja upp virkjun sem gæti komið inn ef landsnetið gæfi sig. Enn fremur kæmi Farice-strengurinn, sem tengdi Ísland við útlönd, þar á land.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Góðar fréttir fyrir Seyðisfjörð.

Gagnamiðstöð er betra orð en netþjónabú. Það eru tvær gerðir slíkra miðstöðva eða búa. Það er  hrein hýsing eða rekstrarþjónusta.

Hýsing felst einkum í húsnæði, skápum og hugsanlega stoðkerfi. Fyrirtæki leigja aðstöðuna og getur komið með sinn tölvubúnað og rekið í búinu. Virðisauki af þessari starfsemi er ekki mikill.

Rekstrarþjónusta felst í þjónustu í búinu, s.s. að annast búnað viðskiptavinarins og hafa eftirlit með honum.

Sé um hýsingu að ræða eru einhverjir tugir starfa en rekstrarþjónustu, kerfastjórnun og umsjón með tölvukerfum þá geta skapast 200-400 störf.

Ég vona að þið ráðið við seinni kostinn.

Sigurpáll Ingibergsson, 1.3.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: Lára Stefánsdóttir

Það eru góð tíðindi ef Seyðisfjörður fær að njóta þess að kapallinn liggur þar í land. Ég man þá tíð þegar þar lá eini strengurinn okkar en við urðum að borga allt samband frá Reykjavík engu að síður. Um að gera fyrir heimamenn að fylgja þessu fast eftir!

Lára Stefánsdóttir, 1.3.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Það mælir margt með staðsetningu svona starfsemi, svo sem örugg orka, staðurinn utan eldvirkni og skjálftavirkni, strengurinn kemur hér í land.  Trúlega ýmislegt sem mælir gegn starfrækslu einnig.

Þakka ykkur fyrir góð innlegg í umræðuna, Palli og Lára. 

Jón Halldór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 00:30

4 identicon

Nú er heima.  Þetta er frábær von.  Það þarf að fara strax í gang vinnuteymi sem hefur það hlutverk að raunhæfismeta  og selja þessa hugmynd, hérlendis og erlendis. 

Endilega blogga meira um þetta og fá upplýsingar sem okkar skeleggi bæjarstjóri lumar mjög líklega á.  Fá upp á borðið raunverulega burði Seyðisfjarðar til að gera þetta að veruleika.  Meta styrkleika og yfirstíga veikleika ef einhverjir eru.

Veikleikinn er svo oft bara huglægur. 

Þessi netþjónahugmynd hefur verið svo lengi á flakki að það hljóta að vera einhverjar línur ljósar nú þegar.

Orðið Umhverfismat er í mínum huga í mörgum tilfellum leiðinlegt orð yfir "ströggl", íhaldsemi, neikvæðni og afturhald.  Það sem liggur í augum uppi, er gert flókið og helst óframkvæmanlegt.  Og  bannað.

Engin strokleður takk, bara góðar reiknivélar og góða sölumenn.

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.3.2008 kl. 13:49

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Takk Ólafur Vignir.

 Alltaf gott að heyra í mönnum sem horfa mest á jákvæðu fletina.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.3.2008 kl. 18:09

6 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

þetta þurfum við

Einar Bragi Bragason., 2.3.2008 kl. 23:32

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir staðir eru góðir fyrir þetta net dót.  Og 'oli þarna fyrir ofan hefur rétt fyrir sér með þetta "umhverfismat".  Tómt bögg.  Náttúran ræður við allt sem við hendum í hana... nema kannski díoxin.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.3.2008 kl. 00:40

8 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Hér er ágætur fyrirlestur um Netþjónabú:   http://www.admon.is/userfiles/DatacenterSKY.pdf

Sigurpáll Ingibergsson, 5.3.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband