Oddskarðsgöng munu ekki standa fyrir Samgöngum!

Svo virðist sem enn eitt skrefið sé nú stigið á Austurlandi í því að ná samstöðu Austfirðinga í samgöngumálum.  Fram kemur í nýjasta blaði Austurgluggans að forystumenn Fjarðabyggðar munu ekki láta Oddskarðsgöng standa í vegi fyrir Samgöngum.

Þeir Guðmundur Gíslason og Jón Björn Hákonarsson forystumenn bæjarstjórnar Fjarðarbyggðar eru báðir teknir tali í umfjöllun blaðsins.

Ef ákveðið verður að fara í Samgöng, þeas jarðgöng milli Eskifjarðar, Héraðs, Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, munu Fjarðabyggð ekki standa í vegi fyrir því máli, þó að það kosti ef til vill að framkvæmdir við göngin tefjist um ár.  Rét er að fram komi í þessu sambandi að öllum hlutaðeigandi ber saman um að heilborun jarðganga vinnst mun hraðar en sprengiborun.  Þar að auki sparast gríðarlegir fjármunir og talið er að þessi miklu göng,  sem eru sannkölluð "atvinnugöng" séu hagkvæmustu jarðgöng sem unnt er að ráðast í á Íslandi.

Vissulega frábærar fréttir fyrir Seyðfirðinga, en snjóalög eru nú meiri á Fjarðarheiði en verið hefur um mörg ár.  Um leið er þetta rós í hnappagat forsvarsmanna sveitarfélaganna á Austurlandi sem eru að leiða samgöngmálin úr öngstræti hrepparígs yfir í skynsamlega samstöðu.

Áfram Austurland. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært fyrir ykkur ÞEGAR þessi göng verða að veruleika hjá ykkur. Ég vona svo sannarlega að það verði bara frekar fyrr en síðar ;o)

Kv. frá flötu og snjólausu Danmörku, Begga

Begga Knútsd. (IP-tala skráð) 29.2.2008 kl. 09:53

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

flott hjá þeim

Einar Bragi Bragason., 2.3.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband