Hvernig maður var Maó?

Eða var hann yfirleitt maður?

mao

Þetta eru spurningar sem hafa leitað á hugann við lestur bókarinnar um Maó, sem ég er að byrja lestur á.

Maó var gáfaður, klókur, minnugur og hafi tilfinningu fyrir ljóðum og bókmenntum. Honum þótti afar vænt um móður sína. Þetta er hérumbil allt það jákvæða sem hægt er að segja um hann.

Ef marka má þessa bók, var Maó ekki hugsjónamaður, fremur valdasjúkur.  Hann forðaðist erfiðisvinnu, en vildi búa í góðu húsi og sofa fram eftir degi.  Hann beitti sér gegn því viðhorfi að það ætti að hlífa konum við erfiðisvinnu, jafnvel þótt þær væru vanfærar. Hann naut þess að láta lífláta fólk á kvalafullan hátt og notaði óttann til að brjóta heri undir sína stjórn, en fá dæmi voru um að hann sneri fólki til fylgis við kommúnismann með sannfæringakrafti og hugsjóna eldi. Hann var tækifærissinni sem hófst til vegs og virðingar innan þjóðernisflokksins, en var ekki hátt skrifaður innan kommúnistaflokksins á fyrstu árum hans. 

Svo heyrði ég um ritdeilu Sverris eða Ármanns Jakobsonar við þýðandann sem var háð í kjölfar útgáfu bókarinnar, Ólaf Teit Guðnason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært.

Það er tilhlökkunarefni fyrir mig að lesa bloggið þitt þegar lestrinum lýkur.

Minntu mig á að ég tel mig skulda þér bók í afmælisgjöf eða jólagjöf.  Ég hef sérstaka bók í huga.

Með kveðju frá Óla Vigni 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Allir semj hafa réttu genauppbygginguna eru menn.  Allt annað er bara eitthvað dýr.

Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2008 kl. 23:40

3 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Bækur um menn eins og Maó eru nú oft litaðar af því að það eru sannir andstæðingar sem skrifa og því ratar mestmegnis það slæma í pennann.

Arnþór Helgason vinur minn er maóisti og var unun að fara með honum til Kína árið 2003. Ég mæli með samræðu við Arnþór um Maó. Þú kannski spjallar við hann eftir lestur bókarinnar. Hann er hér á Moggablogginu og veit allt um Maó, bæði slæmt og gott.

Kveðja frá Litlu Moskvu

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 19.2.2008 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 134369

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband