Nýjustu fréttir úr eldhúsinu!

Jæja,  nú verða sagðar fréttir.  

Þannig er mál með vexti að í mörg mörg ár höfum við venjulega haft pizzu í matinn á laugardagskvöldum á mínu heimili.  Ég man þegar þetta byrjaði vorum við með pylsupizzu,  og mig minnir að Begga mágkona hafi innleitt þennan ágæta matarkúltúr í stórfjölskylduna.  

Pylsu pizza var sem sagt hið upphaflega form af flatbökunni hjá okkur.

Síðan fórum við að þróa þetta og nota skinku og sveppi með á pizzurnar.

Seinna jókst fjölbreytnin í álegginu og pepperoni, laukur og paprika hafa síðan verið á hluta af pizzunum.  Stundum einnig olífur og tómatar.

baconLengi vel var venjulegt hvítt hveiti allsráðandi í botninum.  En fyrir nokkrum árum byrjuðum við að nota heilhveiti saman við og hefur líkað það afar vel.  Upp á síðastkastið höfum við líka bakað úr spelti og er það alls ekki síðra en hveitið.  Þó er eins og deigið verði best með því að blanda samn hvítu hveiti og spelti. Þannig hef ég fengið eionn hinn besta pizzubotn sem ég hef smakkað. 

Nú um helgina steig ég enn eitt skrefið í þróun Múlavegspizzanna.

broccoliÞá setti ég á hluta af einni pizzu beikon og brokkólí.  Að þessu sinni var ég með frekar mikinn ost á pizzunni og mikla sósu,  en ekki mikið magn að brokkólí og beikoni.  Skemmst er frá því að segja að útkoman var afar góð. 

Skora á ykkur forvitna sælkera að prófa þetta, ef þið hafið þá ekki þegar gert það. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurpáll Ingibergsson

Ég fær mér yfirleitt beikon á pizzu ef ég get. Hvort sem hún er keypt eða heimaframleiðsla. Það er alltaf svo gott bragð af beikoninu.  Hins vegar hefur mér ekki dottið í hug að setja brokkólí á pizzuna.  Ég hef ekki séð það á listum yfir meðlæti en ég ætla að prófa það næst þegar pizza verður heimagerð.

Sigurpáll Ingibergsson, 10.2.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Alltaf gott að prófa nýtt álegg á pizzur þótt ég persónulega borði hvorki lauk né papriku en fyndnasta atvik sem ég hef séð varðandi pizzur var þegar vinur pantaði sér pizzur með frönskum kartöflum,ég hélt ég yrði ekki eldri,ég hló svo mikið,en gaman að sjá hvað þið eruð með mörg álegg til taks.

Magnús Paul Korntop, 12.2.2008 kl. 02:28

3 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

oijjjjjjjjjjjjjjj spelt

Einar Bragi Bragason., 12.2.2008 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 134370

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband