Lífshagmunir eða gæluverkefni?

Stundum finnst mér að forgangsröð framkvæmda hjá okkur Íslendingum sé ansi skrýtin.

Mikið hefur verið rætt undanfarið um þörfina fyrir samgöngumbótum víða um land,  en þó ekki síst hér á Austurlandi.  Staðan er einfaldlega sú að samgöngubætur fyrir Seyðisfjörð eru lífsspursmál fyrir byggðarlagið.  Stjórnvöld þurfa einfaldlega að svara því hvort eigi að slá þetta og hitt byggðarlagið af,  eða tengja það Íslandi með jarðgöngum.  Það er til dæmis eina úrræðið til að leysa vandamál Seyðisfjarðar.

göngin góðu

Við höfum ekki úr öðrum kostum að velja,  nema kannski þá þyrlusamgöngum.

En mörg verkefni bíða,  sem sum eru álíka brýn og samgöngubætur fyrir okkur,  og þar sem ekki er unnt að gera allt í einu,  verður að raða samgönguframkvæmdum.

Nú hefur verið aukið við fjármagn til samgangna,  og er það vel.  Það ætti þá að styttast biðin fyrir alla,  eða hvað?

Í sumum tilvikum þola byggðarlögin ekki biðina og vegna samdráttar í sjávarútvegi bætist víða mikill atvinnuvandi við.

Stjórnvöld hafa ýmis verkefni í gangi í byggðamálum.  Svokölluð Norð-Austurnefnd er að störfum og er að vinna að tillögum í atvinnu og byggðamálum fyrir byggðarlög í varnarbaráttu á Norð-Austurlandi.  Það starf lofar góðu og binda menn góðar vonir við það.  En ég sagði áðan að samgöngubótum þarf að forgangsraða,  því ekki er unnt að gera allt í einu.

Þegar minnst er á Austfjarðagöng,  upp á 16-20 milljarða,  benda ýmsir íbúar sunnanlands á hina gríðarlegu þörf fyrir samgöngubætur á Reykjavíkursvæðinu.  Þar kemur fyrir að fólk er kannski meira en hálftíma á leið í vinnu vegna þess að vegakerfið er sprungið.  Það er rétt,  að þetta þarf að laga, ekki mæli ég gegn því.

Hins vegar hrökk ég í kút,  þegar frétt af tónlistarhúsi í Reykjavík greindi frá því að húsið er komið 2 milljarða fram úr áætlun og ef heldur svo fram sem horfir og allt gengur nú sem best eftirleiðis mun húsið kosta 14 milljarða.  Já, 14 milljarða.  Myndskreyting á húsið á að kosta 2 litla milljarða og er það skrautvirki í smíðum í Kína.  Í hvaða postulínsturni búa þeir sem svona ráðstafa almannafé? Spyr ég?  Er ekki allt í lagi?  Eru öll ljós kveikt og enginn heima?

Gætum við ekki notað aurana okkar betur?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá þetta líka. Sama hugsun spratt framm.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:15

2 identicon

Furlulegur forgangur hjá yfirvöldum endalaust.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 19:19

3 identicon

Takk.

Nú þarf að taka umræðu.  

Umræðu um heildarsýn byggðarlagsins.  Mér sýnist Seyðisfjörður hafa engan skilning fyrir tilveru sinni uppskorið af hálfu stjórnvaldsins.  Enda í þeirra augum líklega aðeins afskekkt byggðarlag með takmarkað hlutverk og sífellt fækkandi íbúatölu.  En það er nú kannski að snúast.  Ég er einn af mörgum nýbúa Seyðisfjarðar og hef á þessu skoðun.  Og Seyðisfjörður á Sjúkrahús, Ferjuhöfn og svo margt annað.

Sko.  

Álver á Reyðarfirði og mikill uppgangur þar er mikil lyftistöng fyrir alla íbúa svæðisins.

Egilsstaðir var miðstöðin um tíma,  og verður jafnvel til framtíðar,  en niðurstaðan er samdráttur þar og nokkur hundruð tómar íbúðir til sölu, nú þegar ástandið leitar stöðugleika.  Ekki enn á útsölu, en kannski bráðum. Nema gripið verði inn í.

Sjúkrahús byggðarlagsins er kolvitlaust staðsett í útjaðri þess, á Neskaupstað.  Næsta byggð Dalatangi.  Þannig var það nú kannski ekki þegar til sjúkrahúss þar var stofnað, en er þannig nú.  Í nútímanum er það bara lélegur brandari.  Á Neskaupstað getur aðalsjúkrahús byggðarlagsins ekki verið staðsett, nema til komi jarðgöng til Egilsstaða um Mjóafjörð og  Seyðisfjörð.

Alvöru sjúkrahús er nauðsynlegt hverju byggðarlagi.  Sjúkrahúsið í Neskaupsstað er alvöru sjúkrahús, en án eðlilegs aðgangs íbúa byggðarlagsins að því. Langt og erfitt ferðalag, og stundum ófært þangað. Það er ódýrara að fara til Reykjavíkur í mörgum tilfellum.

Jarðgangnatenging við aðalsjúkrahúsið í Neskaupstað með stuðningi Sjúkrahússins á Seyðisfirði og Heilsugæslustöðvarinnar á Egilsstöðum er hinn eini raunhæfi kostur.

Vinnum að því. 

Ólafur Vignir Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband