2.2.2008 | 14:01
Fólk vill ábyrgð og stefnufestu
Þetta er merkileg ræða hjá vorum menntamálaráðherra. Hún segir að almenningur vilji stöðugleika og kyrrð í borgarpólitík. Ég held að þetta sé alveg rétt hjá henni. Það sem meira er að kjósendur vilja líka ábyrgð og stefnufestu. Ekki vingulshátt, ekki það að stór flokkur kaupi áhrif með því að láta einn borgarfulltrúa hafa ómæld áhrif til að sóa fé almennings.
En hvernig geta stóru flokkarnir tryggt það að svona hrossakaupum linni?
Einfaldlega með því að taka ekki þátt í þeim sjálfir.
Ég held að Þorgerður Katrín sé sammála mér.
Ég held að hún sjái að það sem sjálfstæðismenn gerðu í Reykjavík sé ekki rétt. Hún er eiginlega að segja það með orðum sínum.
Hvað finnst ykkur?
Fundað í Valhöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Halldór Guðmundsson
Spurt er
Tenglar
Seyðisfjörður
Seyðfirskir tenglar
- Heimasíða Seyðisfjarðarkaupstaðar
- Skaftfell menningarmiðstöð
- Huginn knattspyrnudeild
- Skálanes, náttúru og menningarsetur.
- Hótel Aldan Hótelið sem heillaði Dorrit
- Smyril Line Umboðsaðili ferunnar Norrönu
- Myndasíða Gumma Jóns
- Samfylkingin á Seyðisfirði Kjósum réttlæti
- Seyðisfjarðarskóli Flottur skóli!
- Sýslumaðurinn á Seyðisfirði
- Gummi í Krabbesholm Guðmundur er í Krabbesholm lýðháskóla
- Þvottatækni Mjög athyglisvert fyrirtæki
Bloggvinir
- joningic
- fridabjarna
- gisgis
- arnith2
- egillrunar
- gbo
- gummigisla
- korntop
- fjardarheidi
- asgrimurhartmannsson
- fiskholl
- larahanna
- gudrunkatrin
- fleipur
- hallibjarna
- logieinars
- saxi
- mjollin
- hugs
- holmdish
- joelsson
- mosi
- lionsklubbur-seydisfjardar
- photo
- rifssaumur
- neistinn
- runirokk
- skagstrendingur
- arnthorhelgason
- emilkr
- nimbus
- gutti
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem smá innlegg í umræðuefni þitt varðandi lausnir á hrossakaupum innan kosningabandalaga... þá vil ég benda þér á pistil sem ég er með á Deiglunni í dag: http://deiglan.com/index.php?itemid=11788 (Bein kosning borgarstjóra?)
Reynir Jóhannesson, 2.2.2008 kl. 14:28
Kjósendur eru ekki fífl er slagorð sem heyrist í kosningabaráttu. Ég er stundum ósammála því.
En kjósendum í Reykjavík líkar ekki þessi hringlandaháttur og hrossakaup á stjórn borgarinnar og fær Sjálfstæðisflokkurinn að kenna á því í síðustu skoðanakönnun. Því hljótið þið Þorgerður að hafa rétt fyrir ykkur. Hins vegar er minni kjósenda ekki mikið og þegar borgarstjórnarkosningarnar 2010 verða haldnar verða þessar hræringar gleymdar.
Hins vegar er gríðarleg valdabarátta í Sjálfstæðisflokknum og fróðlegt að sjá hvernig sú barátta endar. Mogginn spilar stóra rullu í flokknum og er athyglisvert hvernig hann tekur á málum. Nú síðast var Seyðfirðingurinn og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins tekinn á beinið. Hvað er að ske?
Eru einhverjar innanbúðarfréttir af þingflokksformanninum frá Seyðisfirði?
Sigurpáll Ingibergsson, 2.2.2008 kl. 22:26
Vitleysa og rugl er það eina sem ég get sagt. Pólitíkin er að verða furðulegt fyrirbæri.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 20:09
Erlingur, sennilega fer maður ekki á bridgehátíð. Förum yfir rök með og á móti.
Fyrst mótrökin: 1. Ég er svo slappur spilari að ég á varla erindi þangað. 2. Ég þarf makker með mér. 3. Ef ég fer í sveitakeppnina, þarf annað par líka. 4. Mig vantar styrktaraðila til að kosta sveitina.
Svo rökin með: 1. Þetta er bara svoa rosalega gaman. 2. Skítt með mótrökin.
Jón Halldór Guðmundsson, 3.2.2008 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.