Fjarðarheiðin, lok lok og læs!!!

Í dag var vonskuveður fram eftir degi á Fjarðarheiði. Það kófaði mikið og var afar blint.  Þess vegna gafst Vegagerðin fljótlega upp á því að halda heiðinni opinni. Frekar skiljanlegt, enda óviðráðanlegar aðstæður.

Samkvæmt þjónustuáætlun á að halda heiðinni opinni til 20.30 á kvöldin, þannig að þegar veðrið var gengið niður milli 5 og 6 í dag, hefði maður haldið að þá yrði heiðin opnuð.  Nei, ekki aldeilis, þrátt fyrir að vindhraðinn væri kominn niður í 10-12 metra á sekúndu var ákveðið að opna ekki í kvöld, en opna bara á morgun í staðinn. Þetta kostar fólk mikil óþægindi og þetta tilvik lýsir furðulegu hugarfari Vegagerðarinnar.

winter_road_condition_T2046 Ferðir um Fjarðarheiði eru mun algengari í dag, en áður var. Nú sækir fjöldi manns vinnu yfir heiðina og ferðir vegna viðskipta, flutninga, skólasóknar og fleira gera þær kröfur  að veginum sé haldið akfærum allan daginn, ef þess er nokkur kostur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er myndin tekin nú i janúar?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 09:15

2 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Ég held það. Fann hana einhvers staðar á netinu.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.2.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband