Það sem ekki má!

Hvernig væri að fara að lyfta umræðunni á æðra plan?

Í stað þess að vera að þvæla um Björn Inga og baul á áhorfendapöllum og hvort Magga styður meirihlutann og hvernig grín á að vera í Spaugsstofunni, hvernig væri þá að fara að spjalla um pólitík?

Þá mætti spyrja Gísla Martein um málefni Reykjavíkurflugvallar og hvort hann hafi séð svokallaðan málefnasamning.

Hönnu Birnu og Þorgerði Katrínu um atkvæðagreiðslu í Borgarstjórn Reykjavíkur það sem F Listinn lagði til friðun húsanna við Laugaveg.

Júlíus Vífil um hvort hann sé búinn að útbúa möppu handa Vilhjálmi fyrir minnisblöðin.

Borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um það hvort þessi málefnasamningur sé ekki aðeins málefnaskrá Frjálslynda flokksins og hvort meirihlutinn sé aðeins myndaður til að Vilhjálmur verði aftur borgarstjóri undir lok kjörtímabilsins, áður en hann hættir í pólitík?

En þetta er meðal þess sem ekki má tala um.  Í staðinn á að tala um það sem ekki skiptir máli.

Kannski verður Spaugstofan að setja þessi mál á dagskrá, úr því enginn annar hefur döngun til þess?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já! Ein er sú  spurning sem ásótt hefur huga minn síðustu daga . Spurningin um það hversu margar félagslegar íbúðir hefði verið hægt að byggja fyrir peninginn sem fór í húskaupin við Laugarveg. Hversu marga þjónustuíbúðir fyrir aldraða og svo framvegis og framvegis. Ég get ekki að því gert mér finnst þetta borgarstjórn ekki til sóma að gera þetta  á samatíma og allt of margir borgarbúar eru heimilslausir .

Guðrún Katrín (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband