Þorrablótin og Spaugstofan.

Þá er búið að blóta þorrann hér á Seyðisfirði. Blótið var afar vel sótt og tókst frábærlega.  Það er orðið "inn" að fara á þorrablót hjá unga fólkinu og er það vel. 

Það var gott að mörgu leyti að halda blótið í íþróttasalnum. Gott loft og nægilegt pláss og allir skemmtu sér vel.

Skemmtiatriðin voru hæfilega beitt og lífleg.  Vitanlega er innanhreppshúmorinn allsráðandi og smá skot á menn og málefni.  Allt er þetta vel meint, en auðvitað er mögulegt að menn taki grínið óstinnt upp, eins og gerst hefur.

Í sumum sveitum er húmorinn enn óvægnari en hér og fá menn algerlega að heyra það. Þó er reynt að láta þá vera sem eru ekki menn til að bera grínið vera. Hér voru það einkum æðstu menn bæjarins og Örvar sem fengu krítík, enda eru þetta aðalmennirnir hér í bæ.

Hér á Íslandi hefur Spaugstofan verið samviska þjóðarinnar og gegnt svipuðu hlutverki og þorrablót til sveita. Þar hafa þingmenn og ráðherrar fengið marga flenginguna og jafnvel forsetinn, biskupinn og kirkjann líka. Spaugstofunni er ekkert heilagt.

Nú á laugardaginn var borgarpólitíkin megin þema spaugstofunnar, enda ærið tilefni til.

Var nýr borgarstjóri og átök innan framsóknarflokks megin efni, enda búið að vera stöðugt fréttaefni í marga daga.

Spaugstofumenn ákváðu að sýna spaugilegu hliðina á þessum aðilum og gerðu það afar vel. Einn albesti þáturinn hjá þeim.

En nú bregður svo við að upp rísa bloggherir landsins og kvarta og kveina. Það mátti sem sagt hlæja að handleggsbroti forsetans, draga dár að óförum Árna Johnsen árum saman, gera grín að kirkjunni, búa til glæpamynd um Davíð, en ekki þetta. Það mátti ekki hæja á kostnað Ólafs Magnússonar.

Þá vaknar mín spurning:

Er það almenn skoðun bloggara að Ólafur Magnússon sé ekki bógur á borð við biskupinn, Árna Johnsen, Davíð Oddsson og aðra sem hafa verið í forystu í íslensku þjóðfélagi?

Hvað eru þeir að segja með þessu?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála! kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband