Úr einu í annað.

Það er búið að vera mikið um að vera undanfarna daga og ekki vantar umræðuefnin í kaffistofum og eldhúskrókum landsins.

Efst á baugi er borgarpólítíkin, auðvitað.  Alveg ótrúleg atburðarrás, sem virðist hafa byggst á því láta í veðri vaka við Ólaf Magnússon að VG og sjálfstæðismenn væru að fara saman og þess vegna yrði hann að koma strax í samstarf við þá. Svo mikið lá honum á að honum gafst ekki tími til að athuga hvort flokkurinn hans væri smana sinnis og hann sjálfur.  Sem reynist svo ekki vera og í dag liggur ekki fyrir hve lengi þessi meirihluti getur haldið völdum.

Mér virðist þetta vera frumhlaup hjá Ólafi og athygli mína vakti hve harmi slegnir "bakverðir" Vilhjálms voru á blaðamannafundinum.

Svo eru fötin hans Björns og hinna framsóknarmannanna. Einhver á mínum vinnustað kallaði framsóknarflokkinn framsóknarflottinn. Mismæli, en einnig sannmæli?  Ég held að jólakveðja Guðjóns sem var trúnaðarmál sent 2000 flokksmönnum hljóti að teljast ægilega heimskulegt mál. Kannski ekki æskilegt að fata upp frambjóðendur, en ætli það megi ekki finna annað eins hjá öðrum flokkum, ef grannt væri skoðað. Björn Ingi á mína samúð í þessu máli, og ég vona að menn læri aðeins á þessu.

Skipun dómara er enn til umræðu. Ég skil ekki hvernig heill stjórnmálaflokkur getur varið svona gjörð! Flokkur sem hefur gagnrýnt alræðistilburði austantjalds áratugum saman og talað um spillinguna í ríkisvæðingunni. Kannski er þetta gert til að sýna spillinguna í framkvæmd?

Þorrablót í uppsiglingu á Seyðisfirði. Já í uppsiglingu segi ég, því að nú er blótið búið að sprengja utan af sér Félagsheimilið og þattaka vel á 5. hundrað manns. Íþróttahúsið í bænum verður notað fyrir samkomuna.

Lionsklúbbur Seyðisfjarðar fær svo skamm skamm vikunnar. Þeir héldu sitt þorrablót viku fyrir bóndadag og hvað segir maður um svona lagað. Þetta heitir bráðræði og sæmir ekki sönnum karlmönnum.

Bless að sinni og hó hó. Það er klárt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

Guðjón Ólafur er svo

halkatla, 24.1.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Jónína Rós Guðmundsdóttir

Til hamingju með daginn Jón, frábært að það sé svona góð þátttaka á þorrablótið - þetta hljóta nánast að vera allir ballfærir Seyðfirðingar...  það er búið að selja rúmlega 500 miða hér svo þið sláið okkur alerlega í gólfið í þátttökunni

Þessi borgarpólitík er svo sorgleg að maður getir varla talað um hana - hversu lengi ætli þessi borgartjórn haldi - er ekki viss um að hún haldi í 100 daga....

Við skiptum úr framúrskarandi borgarstjóra yfir í flak.....

En góða skemmtun í kvöld...

Jónína Rós Guðmundsdóttir, 25.1.2008 kl. 09:19

3 identicon

Já þetta borgarstjórnarmál!!!!???? Ég er sammála Jónínu borgarbúa eru að missa mikið þar sem þeir eru að missa Dag B. Sem betur fer er ég ekki sjálfstæðismaður ( og verð það aldrei) . Ef svo væri þá mindi ég skammast mín. Ég skil ekki hvers vegna hin almenni sjálfgstæðismaður lætur ekki í sér heyra. Það er ekki að furða að þeir séu hissa að sjórnmálaflokki þar sem fólkið í flokknum  hefur sjálfstæðar skoðanir

Guðrún Katrín (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:33

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

hvaða hvaða það er bara fjör hjá þeim í borginni

Einar Bragi Bragason., 25.1.2008 kl. 19:48

5 identicon

Sæll Jón. Geturðu sagt mér hvað e-mail hjá þér er þar sem ég þarf að senda þér upplýsingar um Huginn?

Bjarni (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 14:58

6 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Emil er mvera@simnet.is

Jón Halldór Guðmundsson, 28.1.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Halldór Guðmundsson

Höfundur

Jón Halldór Guðmundsson
Jón Halldór Guðmundsson
Höfundur er áhugamaður um landsmál og lífið í kringum sig.

Spurt er

Hvaða Austfirðing muntu kjósa á stjórnlagaþing?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

- Kvöldljóð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband